Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
148 VÍMUEFNI Eitrun með margvíslegum afleiðingum Áfengi hefur margvísleg áhrif á líkamann. Mestu áhrifin verða á heilann og taugakerfið. Víman byggist á því að taugafrumurnar verða fyrir eitrun. Því meiri sem styrkur áfengisins verður í blóðinu þeim mun meiri verða áhrifin. Eftir því sem styrkurinn vex dofna fleiri hlutar heilans. Sá sem drekkur mikið magn af sterku áfengi á stuttum tíma á það á hættu að deyja, ekki bara áfengisdauða heldur sofna svefninum langa. Hæfileikinn til þess að túlka aðstæður rétt versnar umtalsvert löngu áður en sá sem drekkur finnur á sér. Ölvaðir ökumenn eru þess vegna lífshættulegir í um- ferðinni, ekki bara sjálfum sér heldur líka öðrum. Líðan fólks daginn eftir drykkju er oft bág; ógleði og höfuðverkur eru algengir fylgifiskar drykkju. Þetta stafar af efnum sem myndast í lifrinni þegar hún brýt- ur niður áfengið. Líkaminn starfar oft ekki eðlilega á ný fyrr en sólarhring eftir að drykkju lauk. Yfir 4,0 prómill: lífshættu- leg áfengiseitrun; hætta á dauða. Heilinn starfar æ verr eftir því sem styrkur áfengis vex í hinum ýmsu hlutum hans. 0,2 prómill: skert viðbragðshæfni. 0,5 prómill: hávær og ör; ýktar hreyfingar. Telst óhæfur til að stjórna ökutæki af öryggi. 1,0 prómill: talar óskýrt; sljór og hægur. 1,5 prómill: á erfitt með að halda jafnvægi. 2,0 prómill: á erfitt með að ganga; illskiljanlegt tal. 4,0 prómill: hæg öndun, meðvitundarleysi. Nýrun og önnur líffæri þurfa að starfa meira en áður. Magn þvagsins eykst og kallar fram þorsta því að líkaminn þarf vökva í stað þess sem hann pissar. Heilinn verður fyrir áhrifum, þannig að skynjunin bæði á umheiminum og fyrir líkam- anum verður óeðlileg. Lifrin verndar líkamann verr fyrir öðrum skaðlegum efnum meðan hún er upptekinn við að fást við áfengið í blóðinu. Lifrarfrumur deyja og fita kemur í stað þeirra. Á löngum tíma getur lifrin alger- lega hætt að starfa. Hjartað verður fyrir skað- legum áhrifum. Brisið getur skaðast og aukin hætta er á bólgu og sykursýki. Æðarnar víkka og heitt blóð streymir um húðina. Húð þeirra sem eru undir áhrifum verður oft rjóð og þeim finnst þeim vera heitt þótt líkaminn kólni. 0,2 0,5 1,0 1,5 2,0 4,0 >4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=