Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

13 MANNSLÍKAMINN Líkaminn er samhæfð vél Líffærakerfi líkamans starfa saman alla ævi hans og halda þannig lífs­ starfseminni gangandi. Til að sjá hvernig þetta gerist skulum við fara í snögga ferð um fjögur líffærakerfi – inn í líkamann og út úr honum. Fylgstu með ferðinni með hjálp skýringarteikningarinnar. Líkaminn, með sína tugmilljarða frumna, gæti ekki starfað ef hann fengi ekki súrefni og næringarefni. Öndunarfærin taka súrefni úr andrúmsloftinu og flytja það yfir í blóðið. Meltingarfærin sundra fæðunni þannig að líkaminn getur tekið næringarefnin upp í blóðið. Þegar þessi líffærakerfi hafa unnið sitt verk er kom­ inn tími til að flytja næringarefnin og súrefnið til allra frumna í líkamanum. Þann flutning annast blóðrásar­ kerfið – blóðið, hjartað og æðarnar – sem sér til þess að allar frumur fái það sem þær þurfa. Þegar frumurnar nota næringarefnin og súrefnið verða til ýmis úrgangsefni sem líkaminn verður að losna við. Þá koma úrgangslosunarkerfin til sögunnar – nýrun og lifrin. Þau sjá til þess að úrgangsefnin eru losuð úr líkam­ anum með þvagi og saur. Þessi undursamlega vél, mannslíkaminn, er því algerlega háð stöðugu samstarfi milli hinna ýmsu líffærakerfa. Líffærakerfin starfa saman og það tryggir að allar frumur líkamans fá næringarefni og súrefni og losna líka við úrgangsefni. Meltingarfæri Blóðið tekur súrefni til sín Koltvíoxíði er andað út Öndunarfæri Hjarta Lungu Næringar- efni Frumur líkamans Úrgangs- efni Blóðrásarkerfi Blóðrásin Næring Nýru Þvag Úrgangslosunarkerfi Saur Þarmar Magi Frumurnar„tala ‟ hver við aðra með hjálp boðefna sem berast með blóðinu. Viðtakar á yfirborði frumna taka við boðefnunum og boð berast inn í frumukjarnann. Skilaboð með blóðinu Samstarf frumna og líffæra líkamans byggist meðal ann­ ars á því að þau geta sent skilaboð með blóðinu. Sérstök boðefni , sem kallast hormón, flytja boðin. Þau myndast í innkirtlunum og berast með blóði til allra líffæra og allra frumna líkamans. Líkaminn myndar stöðugt fjölda mismunandi horm­ óna sem berast milli frumna. Þau geta til dæmis valdið því að fruma myndar aukið magn af tilteknu efni eða að hún skiptir sér hraðar en venjulega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=