Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

146 áfengi – vinur eða ... 7.3 Gersveppirnir eru inni- lokaðir í vökva með því etanóli sem þeir framleiddu sjálfir og á endanum drepast þeir áfengisdauða þegar styrkur etanólsins er orðinn 12%. Gersveppir taka til sín sykur og búa til etanól. Áfengi – vinur eða óvinur? Margs konar alkóhól Alkóhól eru stór flokkur mismunandi efna. Metanól og etanól eru ein- földustu alkóhólin. Þótt þau séu bæði litlausir vökvar eins og vatn eru efnafræðilegir eiginleikar þeirra mjög ólíkir. Metanól, sem kallast líka tréspíri, er eitraðra efni en etanól . Jafnvel lítið magn metanóls getur valdið blindu ef það er drukkið. Etanól (spíri) er sú tegund alkóhóls sem er í öllum áfengum drykkjum – brenndu víni, léttvíni og bjór. Etanól myndast þegar sætir ávextir gerjast, en það er líka framleitt úr korni og kartöflum. Við gerjun umbreyta gersveppir sykri í etanól. Etanól má líka framleiða í stórum stíl með efnafræðilegum aðferðum í verksmiðjum. Hvers vegna drekkur fólk áfengi? Margir tengja áfengi við gleðskap og ánægjustundir. Hjá öðrum vekur orðið hugsanir um misnotkun, ofbeldi, sjúkdóma og einstæðinga. Það er erfitt að trúa því að sama orðið geti vakið svo gjörólíkar hugsanir. Fyrstu kynnin af áfengi verða oft þannig að einhver býður manni að drekka eða upp kemur löngun til þess að prófa það sem aðrir hafa talað um. Sumum líkar svo illa við bragðið eða áhrifin að þeir halda sig frá áfengi það sem eftir er ævinnar. Öðrum finnst þetta notalegt og skemmtilegt og vilja gjarna finna sömu áhrif aftur. Fólk hegðar sér afar mis- munandi þegar það hefur drukkið áfengi. Sumir verða þægilega af- slappaðir, sjálfsöruggir og venju fremur kátir. Aðrir verða óendan­ lega málgefnir og háværir og gera ýmislegt sem þeir gera alls ekki alls- gáðir. Áfengi sljóvgar dómgreind fólks og getur því oft orðið til þess að það beitir ofbeldi og lendir í ill- deilum. Margir sjá oft sárlega eftir því sem þeir gerðu þegar þeir voru undir áhrifunum. Full gleði eða bara full?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=