Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

145 VÍMUEFNI Bítur þú á agnið? Það er auðvelt að festast en erfitt að losna aftur. 1 Hversu margt fólk deyr árlega á Íslandi vegna reykinga? 2 Hvaða efni er það sem veldur fíkn hjá reykingafólki og þeim sem taka í vör eða nef? 3 Tóbaksreykingar skerða þol og þrek fólks. Hvers vegna? 4 Reykingafólk dregur reykinn inn í lungun. Hver er þá skýringin á því að hjarta, þvagblaðra og önnur líffæri reykingafólks verða fyrir skaða? 5 Þeir sem taka í vörina eða nefið skaða ekki bara munn og nef. Hvaða önnur líffæri skaðast? 6 Veggir lungnaberkja skemmast meira hjá reykingamönnum vegna aðskotaagna og hættulegra efna en hjá þeim sem ekki reykja. Hver er skýringin á því? SJÁLFSPRÓF ÚR 7.2 Nef- og munntóbak: nikótín án reyks Nef- og munntóbak er fínmalað tóbak sem í hefur verið bætt söltum, kryddi og mörgum öðrum efn- um. Þetta tóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak . Í reyklausu tóbaki eru alls um 2500 mismunandi efni. Mörg þeirra eru hættuleg. Hér er það nikótínið sem veldur fíkn, rétt eins og hjá reykingamönnum. Sá sem tekur í nefið eða vörina fær hins vegar í sig meira nikótín en sá sem reykir. Þess vegna reynist nef- og munntóbaksfólki mun erfiðara að hætta en þeim sem reykja og er það þó nógu erfitt. Eftir dálítinn tíma fær sá sem tekur í vörina sár á slímhúðina í munninum þar sem tóbakinu er komið fyrir. Þar myndast hvítur flekkur og sár. Tannholdskvillar geta komið fram og tennur jafnvel losnað. Notkun munntóbaks eykur líkur á krabba- meini, einkum í vörum og í munni, en líka í öðr- um líkamshlutum, til dæmis í brisi. Munntóbakið skaðar líka æðar, maga og smáþarma og hættan á hjartaáfalli og heilablóðfalli eykst hjá þeim sem taka í vörina. Neftóbakið hefur svipuð áhrif og munn- tóbak, en hefur að sjálfsögðu skaðlegri áhrif á slím- húð í nefholi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=