Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
144 VÍMUEFNI Nikótínið blekkir heilann sem heldur að hann sé sérlega skarpur og að líkamanum verði gott af þessu. Bifhárin í lungnaberkjunum skemmast og hætta að fjarlægja agnir og önnur skaðleg efni. Lungnablöðrurnar eyðast og bólga kemur í lungnaberkjurnar. Öndunin verður erfið. Tjara sest í veggi lungnaberkjanna og í lungnablöðrurnar . Krabbameinsvaldandi efni komast inn í frumurnar og skaða þær. Eiturefnin berast með blóðinu til allra líkamshluta. Þessi efni geta þess vegna náð til nýrna, legs og þvagblöðru og skaðað þessi líffæri. Nikótín veldur því að æðarnar þrengjast. Blóðflæðið minnkar um líffæri líkamans. Ef þetta gerist í æðum hjartans geta áhrifin verið lífshættuleg. Koleinoxíð tekur sæti súrefnisins í rauðkornunum. Of lítið berst af súrefni til frumna líkamans. Þol og þrek minnkar. Blóðþrýstingurinn hækkar og getur orðið hættulega mikill. Hjarta, magi og smáþarmar verða fyrir skaðlegum áhrifum. Blóðrásin verður tregari í húðinni í fingrum og tám og við það kólna þessir líkamspartar. Að hafa líkamann sem skotmark Enginn gæti hugsað sér að bjóða sjálfan sig sem skotskífu fyrir baneitraðar örvar. Þetta er þó einmitt það sem reykingamaður- inn gerir. Í reyknum eru eiturörvar í formi hættulegra sam- einda sem þrengja sér inn í líkama reykingamannsins og skaða hann. Nikótín , tjara og koleinoxíð eru nokkrar þessara „efna- fræðilegu eiturörva“ sem reykingamenn skjóta í líkamann af fúsum og frjálsum vilja. Varnarkerfi líkamans gerir sitt besta til þess að vernda allar frumur og vefi líkamans. En eftir nokkurn tíma kemur fram alvarlegur skaði á ýmsum lífsnauð- synlegum líffærum. Myndin hér fyrir neðan sýnir þann skaða sem líkaminn verður fyrir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=