Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

143 VÍMUEFNI Vilt þú skrifa undir þennan samning? Ég heiti því að innbyrða svo mikið af nikótíni mörgum sinnum á dag og ár eftir ár að ég finni fyrir þeim þægilegu áhrifum sem geta fylgt reykingum. Ég lofa því að kvarta ekki þótt ég komist að því að ég þurfi sífellt að auka reykingarnar. Ef ég klára úr sígarettupakkanum lofa ég því að drífa mig strax af stað og kaupa nýjan pakka. Þótt ég verði að fórna síðustu aurunummínum geri ég það með glöðu geði. Ég lofa að sætta mig við það þótt þol mitt og heilsa versni, þótt ég fái hjarta- og æðasjúkdóma og að öllum líkindum krabbamein þegar fram líða stundir. Ef ég fer að hafa áhyggjur af heilsunni lofa ég því að hugsa:„Þetta er örugglega ekki jafn hættulegt og læknarnir segja“. Fastur í netinu, bæði í bókstaflegum og tákn- rænum skilningi. Tóbak er löglegt þótt það drepi Selja má tóbak öllum sem eru orðnir 18 ára þrátt fyrir að þetta vímu- efni valdi mikilli fíkn. Þetta er í reynd eina lífshættulega efnið sem er löglegt að selja og nota þótt það geti drepið fólk sem notar það eins og til er ætlast. Að byrja að reykja eða taka í nefið eða vörina er líkt og að staðfesta samning. Illu heilli sýnir seljandinn ekki samninginn. Viðskiptavinurinn fær bara að sjá heilbrigt og fallegt fólk í kvikmyndum og í tímaritum sem nýtur þess að reykja. Raunveruleikinn er allt annar. Dauði af völdum reykinga bíður þriðja hvers reykingamanns. Reykingabann Vegna þess að svo margar sannanir eru fyrir skað- semi reykinga, og að þeir sem reykja ekki verða líka fyrir skaða af reykingum annarra, hefur verið lagt bann við reykingum á mörgum opinberum stöðum. Enginn á að þurfa að þola það að fá í sig eitraðan reyk og verða þannig óbeinn reykingamaður. Þess vegna hefur reykingabann verið sett til dæmis í skólum, á sjúkrahúsum, í strætisvögnum, flug- vélum og á veitingastöðum, auk margra annarra staða þar sem fólk kemur saman eða starfar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=