Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

141 VÍMUEFNI Áhrif vímuefnis Vímuefni verka ekki á tilfinningalíf og skynjun fólks fyrr en þau hafa borist með blóði til heilans . Framhaldið, það er upplifunin og hvernig fólki líður, ræðst ekki bara af vímuefninu einu. Það er líka komið undir einstaklingum, aldri þeirra, kyni og erfðum. Áhrifin ráðast líka mikið af því í hvernig skapi fólk er og af því sem fólk býst við að upplifa. Magnið, sem einstaklingur tekur af vímuefni (einkum eiturlyfi), kallast skammtur og ræður miklu um áhrifin. Ofskammtur er það magn vímuefnis sem hefur lífshættuleg eða banvæn áhrif á neytandann. Ekki er nokkur vegur að tilgreina lágmarksskammt vímuefnis sem hefur alls enga áhættu í för með sér að neyta. Þegar frá líður þarf líkaminn æ stærri skammta af vímuefninu til þess að kalla fram sömu áhrifin. Þá er sagt að þol líkamans hafi aukist. Þeir sem reyna að hætta notkun vímuefnis, sem þeir eru orðnir háðir, verða oft fyrir ýmiss konar óþægindum. Þau geta lýst sér sem óróleiki, vanlíðan, verkir og kvíði og ástandið getur jafnvel orðið lífs- hættulegt. Þessi viðbrögð líkamans kallast fráhvarfseinkenni . 1 Hvað er átt við þegar við tölum um skriðdýrsheila? 2 Hvað er skammtur í tengslum við vímuefni? 3 Umbunarefni, sem líkaminn framleiðir sjálfur, hjálpa okkur í lífsbaráttunni. Hann myndar þau þó aðeins ef við höfum lagt mikið á okkur eða ef við höfum staðið okkur sérstaklega vel. Hvers vegna er það þannig? 4 Hvað merkir það að vera háður vímuefni? 5 Hvað eru fráhvarfseinkenni? 6 Hjá manni undir áhrifum áfengis getur skriðdýrseðlið skyndilega brotist fram. Hvað veldur því og hvaða afleiðingar getur það haft? 7 Hvað er líkt og hvað er ólíkt með umbunarefnum líkamans og vímuefnum? Sagt er að vímuefni kalli fram breytingar hjá þeim sem neytir þeirra. Breytingar á hverju helst? Vel þegin hvíld, örvinglun eða út úr heiminum og bjargarlaus vegna vímu? SJÁLFSPRÓF ÚR 7.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=