Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

140 VÍMUEFNI Margt skapar mikla nautn hjá okkur, til dæmis annað fólk! Nautnin skapast þegar heilinn örvast af umbunarefnum sem myndast í líkamanum. Heilinn getur umbunað okkur Þegar við höfum reynt á okkur og staðið okkur sérstaklega vel fáum við umbun frá heilanum. Þá losar hann efni sem kalla mætti umbunarefni út í blóðið og þau kalla fram mjög þægilega tilfinningu. En hvers vegna losar heilinn ekki umbunarefni stöðugt út í blóðið? Þá fyndum við fyrir stöðugri vellíðan. Vandinn er sá að þá myndum við ekkert reyna á okkur, ekki fara fram úr rúminu, leysa verkefni, borða, drekka eða fara á klósettið. Það gengi að sjálfsögðu ekki til lengdar og við hlytum að deyja úr matar- og vatnsskorti. Heilinn losar því bara nægi- lega mikið af umbunarefnum út í blóðið til þess að við lifum eðlilegu lífi, en ekki svo mikið að við freistumst til þess að gleyma okkur í nautn og vellíðan. Vímuefni eru tilbúin umbunarefni Vímuefni eru efni sem geta breytt skynjun okkar, tilfinn- ingum og hegðun. Ein ástæða þess að vímuefni eru svo hættuleg sem raun ber vitni er sú að þau geta kallað fram umbunarkennd án þess að við reynum nokkuð á okkur. Vímuefni eru í reynd tilbúin umbunarefni. Svo lengi sem heilinn sér um að deila út umbunarefnum fáum við hæfilega mikið af þeim í senn. En ef við förum sjálf að „umbuna okkur“ með vímuefnum freistumst við auðveldlega til þess að neyta meira og meira af þeim. Ef við byrjum á annað borð að nota vímuefni getur orð- ið mjög erfitt að hætta því. Við verðum háð þeim, þau skapa fíkn . Umhverfið getur styrkt fíknina Fólk getur fljótt orðið háð vímuefnum en það reynist yfirleitt erfiðara að venja sig af fíkninni í þau. Einkum á þetta við um eiturlyf. Fíknin getur auk þess orðið sterkari vegna umhverfisins. Ef við skemmtum okkur bara með félögum sem reykja, drekka eða nota eiturlyf tengjum við fljótt saman vináttu, notalegar stundir og vímuefni. Fljótlega trúir maður því að það sé útilokað að hafa það notalegt og skemmtilegt nema hafa vímuefni um hönd. Hljóðmagnari í dós? Magnast skynjunin eða dofnar hún?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=