Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
VÍMUEFNI 139 Þegar skriðdýrseðlið segir til sín Við lífshættulegar kringumstæður, þegar ekki gefst tími til að finna ígrundaðar lausnir, getur skriðdýrseðlið tekið stjórnina. Þá ráðumst við til atlögu eins og villidýr eða flýjum í ofboði. Því minni stjórn, sem hinn hugsandi mannsheili hefur á aðstæðunum, þeimmun sterkar brýst skriðdýrseðlið fram: „ég á þetta, hypjaðu þig, annars drep ég þig“. Þegar fólk hefur drukkið áfengi lendir það auðveldlega í deilum og útistöðum við aðra. Þetta stafar að hluta af því að stóri heilinn hefur dofnað vegna áhrifa áfengisins. Að lokum fer svo að aðeins frumstæð- ustu hlutar heilans starfa. Þeir sem eru í vímu verða æ líkari frum- stæðum skriðdýrum – og heili skriðdýra ræður ekki við rökræður. Sá sem er undir áhrifum vímuefnis getur skyndilega tekið upp á því að taka einhverju algerlega meinlausu sem hótun og brugðist við með árás. Það er góð aðferð til þess að halda nútímalegum og vel hugsandi heila sínum í góðu standi og komast hjá vandræðum að halda sig frá áfengi og öðrum vímuefnum. Heili, sem hefur skemmst vegna misnotkunar áfengis, túlkar umhverfi sitt gjarnan ranglega og verður uppnæmur af minnsta tilefni. Bræðin blossar upp og brýst út í heimskulegu ofbeldi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=