Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
138 Hvað eru vímuefni? Við erum bæði nútímaleg og forneskjuleg Forfeður vorir í árdaga þurftu að hafa mikið fyrir því að komast af í lífsbaráttunni. Þeir neyddust til þess að læra hvað mátti borða og hvað ekki, þeir urðu að vera á varðbergi gegn óvinum sínum, kunna að verja sig og finna maka. Til að læra þetta var mikilvægt að geta fundið til nautnar og skynja óþægindi. Sársauki varaði við því sem gat skaðað þá, en nautnin sá til þess að þeir borðuðu, mökuðu sig og gættu að velferð sinni eftir því sem kostur var. Við höfum erft mikið af því sem reyndist forfeðrum okkar vel. Margt hefur líka þróast og orðið fullkomnara, ekki síst heilinn. Skriðdýr eru eigingjörn að upplagi Eyjafrýnur eru ráneðlur sem drepa önnur dýr. Þær sýna hver annarri enga tillitssemi þegar þær hafa lagt bráð að velli. Þær kunna það ein- faldlega ekki. Heili þessara eðla býr yfir hæfni sem gerir þeim kleift að veiða og éta, ekki að gefa með sér eða hjálpa öðrum. Ágreiningur er yfirleitt leystur með því að berjast eða flýja. Spendýr geta líka, eins og skriðdýr, keppt hvert við annað um æti, barist og flúið. En spendýrin geta líka deilt gæðum með sér og hjálpast að. Heili spendýra er miklu þróaðri en heili skriðdýra. Þau geta fundið til nautnar og hafa margvíslegar kenndir. Hugsið ykkur bara kött eða hund sem er klórað eða fær ekki að fylgja húsbónda sínum eða mat- móður þegar þau fara að heiman. Við erummeð ofurþroskaðan spendýrsheila Innstu hlutarnir í heila okkar, og annarra spendýra, starfa eins og skrið- dýrsheili. Þeir sjá til þess að við borðum, verjum okkur og eignumst afkvæmi. Þrátt fyrir það hegðum við okkur ekki eins og óargaskrið- dýr. Við getum þvert á móti verið mjög umhyggjusöm og rétt hvert öðru hjálparhönd. Þetta skýrist af því að vel þroskaður stóri heili okkar stjórnar því hversu mikið af skriðdýrseðlinu fær að brjótast fram. hvað eru vímuefni? 7.1
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=