Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

12 Líffærin starfa saman Líffærakerfi líkamans Frumur af ýmsum gerðum, vefir og líffæri verða að starfa saman til þess að líkaminn geti skilað sínu hlutverki. Nokkur líffæri, sem starfa saman að tilteknu verkefni, kall­ ast líffærakerfi . Hér er yfirlit yfir líffærakerfi líkamans og helstu verkefni þeirra. líffærin starfa ... Blóðrásarkerfið Blóðið flytur súrefni og næringu til frumnanna og úrgangsefni frá þeim. Hjartað dælir blóðinu eftir æðum til frumnanna í líkamanum. Úrgangslosunarkerfið Nýrun og lifrin eru hreinsunar- stöðvar líkamans. Þessi líffæri taka úrgangsefni og eiturefni úr blóðinu og losa þau út með þvagi eða saur. Stoð- og hreyfikerfið Beinagrindin ber uppi líkamann og verndar innri líffæri. Vöðvar hreyfa mismunandi hluta líkamans og flytja fæðuna eftir meltingar­ veginum. Taugakerfið og skynfærin Heilinn gefur öðrum líffærum fyrir­ mæli með boðum sem berast eftir taugum. Skilningarvit okkar – sjón , heyrn , jafnvægi , tilfinning , bragð og lykt – eru ólíkar gerðir skynjunar. Líffærin sem greina þessa skynjun eru kölluð skynfæri og þau flytja heilanum upplýsingar um það sem gerist í kringum okkur. 1.2 Öndunarfærin Þegar andrúmsloft berst niður í lungun flyst súrefni úr því og yfir í blóðið sem flytur það til frumna líkamans. Súrefnið er nauðsynlegt hráefni við brunann í frumunum. Meltingarfærin Fæðunni er sundrað í maga og þörmum og næringarefnin tekin upp í blóðið og flutt til frumnanna. Við þetta losnar meðal annars glúkósi sem er nauðsynlegur við brunann. Ónæmiskerfið Ónæmiskerfið verndar líkamann, til dæmis gegn bakteríum og veirum sem geta valdið sjúkdómum. Húðin Húðin er verndarhjúpur sem umlykur líkamann. Hún heldur bakteríum og fleiri óæskilegum hlutum utan hans. Hún kemur líka í veg fyrir að líkaminn þorni upp og á þátt í að stjórna líkamshitanum. Innkirtlakerfið Innkirtlakerfið er gert úr ýmsum kirtlum sem framleiða hormón. Hormónin flytjast með blóðinu og bera mismunandi boð til frumna og líffæra. Æxlunarfærin Æxlunarfærin eru nauðsynleg til þess að við getum eignast afkvæmi. Sáðfrumur myndast í eistum karla og eggfrumur í eggjastokkum kvenna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=