Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

135 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Unglingsárin – spennandi tími • Gagnkynhneigðir laðast að og verða ástfangnir af einstaklingum af gagnstæðu kyni. • Tvíkynhneigðir hafa kynferðislegan áhuga á einstaklingum af báðum kynjum. • Samkynhneigðir laðast að og verða ástfangnir af einstaklingum af sama kyni. • Nú geta tveir einstaklingar af sama kyni gengið í hjónaband og þeir öðlast þá sömu réttindi og gagnkynhneigðir. • Afbrýðisemi er kennd sem stafar oft af ótta við að missa þann sem maður elskar. Afbrýðisemi stafar oft af öryggisleysi. Þekktu líkama þinn • Sjálfsfróun er þegar fólk örvar eigin kynfæri. • Sáðfrumur karla myndast í eistum. Eggfrumur kvenna myndast í eggjastokkum. • Snípurinn er kynnæmasti líkamshluti kvenna, en kóngurinn hjá körlum. • Meyjarhaftið er slímhúðarfelling fyrir innan op legganganna. • Blæðingar (tíðir) eru þegar slímhúð legsins eyðist og hún losnar úr leginu ásamt blóði. Kynlíf og samfarir • Gælur eru fólgnar í því að fólk lætur vel að kynfærum hvort annars. • Það er ólöglegt að hafa samfarir við þann sem er yngri en 15 ára. • Vændi er það að selja kynlífsþjónustu. • Nauðgun er það að neyða einhvern til samfara og hún varðar við lög. • Það er líka ólöglegt að stunda kynlíf með nánum ættingja. Það kallast sifjaspell. Öruggt kynlíf • Smokkur er eina getnaðarvörnin sem verndar fólk líka gegn kynsjúkdómum. • Í getnaðarvarnarpillum eru hormón sem koma í veg fyrir þungun. • Hægt er að fá svör við spurningum um kynlíf hjá skólahjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa eða unglingamóttöku heilsugæslustöðvar. • Fólki er skylt að greina frá því ef það greinist með kynsjúkdóm eða hefur grun um að það sé haldið kynsjúkdómi. • Klamydía, kynfæravörtur og kynfæraáblástur eru algengir kynsjúkdómar. • Alnæmi orsakast af alnæmisveirunni sem smitast milli fólks með sæði, blóði og móðurmjólk. Þar að auki getur hún borist yfir fylgju frá móður til barns. Frá fæðingu til dauða • Lífið kviknar þegar sáðfruma frjóvgar eggfrumu í eggrás konu. • Konur ganga með barn í níu mánuði. • Það kallast þungunarrof þegar meðgangan er stöðvuð. • Ef meðganga stöðvast sjálfkrafa er talað um fósturlát. 6.1 6.2 6.3 6.4 6.5 Kynlíf er mikilvægur hluti lífsins. Sáðfrumur, séðar í smásjá. Smokkurinn er örugg getnaðarvörn. Sáðfruma þrengir sér inn í egg. Forleikurinn er undirbún­ ingur fyrir samfarirnar. SAMANTEKT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=