Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
134 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Að fullorðnast Hjá flestum fylgir aukin ábyrgð því að verða fullorðinn. Fólk þarf að sjá fyrir sér sjálft og fyrir fjölskyldu og börnum. Föst samvera með maka hefur í för með sér að stöðugt þarf að ná samkomulagi um hluti og laga sig hvort að annars þörfum. Mikilvægt er að tala mikið saman og að kunna að hlusta hvort á annað. Þó fer það oft svo að sambönd slitna og þau enda með skilnaði. Börnin eru þá kannski til skiptis í umsjá foreldranna. Í stað- inn geta komið ný og gefandi tengsl við aðra fullorðna og önnur börn. Foreldrahlutverkið ber að taka alvarlega. Það merkir að hinir full- orðnu eiga að vera börnum sínum góð fyrirmynd, þeir eiga að hvetja þau og örva og setja þeim skýr og einföld mörk. Elliárin og dauðinn Þegar við eldumst hægir á starfsemi frumnanna. Heyrnin og sjónin daprast og sjúkdómar fara að gera vart við sig. Nú heldur fólk heils- unni yfirleitt betur en áður. Meðalævilengd Íslendinga er nú um 84 ár hjá konum og um 81 ár hjá körlum. Fyrir 150 árum var meðalævi- lengdin hins vegar um 40 ár. Flestir geta átt ánægjulega elli ef þeir fá sjálfsagðan og hæfilegan stuðning. Við höldum kynhvötinni allt lífið. Karlar geta átt börn ævina á enda, en egg kvenna hætta að þroskast þegar þær eru komnar á fimmtugsaldurinn. Þá verða tíðahvörf hjá þeim, þær komast á breytingaskeiðið. Miklar breytingar verða á hormónajafnvægi líkamans og þeim fylgja oft talsverð óþægindi, til dæmis hitakóf og geðsveiflur. Spurningum um tilgang lífsins má svara á marga vegu. Flestum þykir mest um vert að geta bæði gefið og þegið mikla ást og vináttu. Í líffræðilegum skilningi gætum við sagt að tilgangur lífsins sé að halda því í eilífri hringrás. Við fæðumst, lifum, verðum ástfangin, eignumst börn og síðan deyjum við til þess að skapa rými fyrir börnin. Við getum stuðlað að hamingjuríkri og góðri ævi með því að taka skynsamlegar og yfirvegaðar ákvarðanir í lífinu. 1 Hversu langur tími þarf að líða fram yfir venjulegar blæðingar til þess að geta gengið úr skugga um það hvort getnaður hafi orðið? 2 Hvað er þungunarrof? 3 Skrifaðu um neyðarpilluna. 4 Hvers vegna er gott fyrir börn að vera á brjósti? 5 Hver er munurinn á eineggja og tvíeggja tvíburum? Því fylgir bæði mikil gleði og ábyrgð að vera saman. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=