Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

133 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Fæðingin Þegar líður að fæðingu fær konan verki sem kallast hríðir . Vöðvarnir í leginu taka að dragast saman og þrýsta barninu hægt og hægt út um leghálsinn og leggöngin. Leggöngin eru eftirgefanleg og þau dragast aftur saman um leið og barnið er fætt. Eftir fæðinguna er klippt á naflastrenginn og eftir svolitla stund kemur fylgjan út. Barnið er lagt í fang móðurinnar og það fer strax að leita eftir brjósti hennar. Fæðingin tekur yfirleitt nokkrar klukkustundir. Mestur tíminn fer í útvíkkunina, sem er þegar leghálsinn er að víkka nægilega til þess að barnið komist út. Stundum kjósa læknar að taka barnið með keisaraskurði . Það er yfir- leitt gert ef talið er að fæðingin verði erfið. Þá er skorið á kvið og leg móðurinnar og barnið tekið út. Flestar konur búa sig undir fæðinguna með öndunar- og slökunar- æfingum. Þær geta valið um mismunandi aðferðir til þess að deyfa sársauka meðan á fæðingunni stendur. Hitt foreldrið getur líka tekið þátt í undirbúningnum og verið móðurinni stoð og stytta í fæðingunni. Það er góð byrjun í lífinu að hvíla sig í mjúkri og hlýrri voð strax eftir fæðinguna. Það er gott að geta haldið í einhvern. Börnin þurfa umönnun og umhyggju í mörg ár. Fyrsta ár barnsins Að lokinni fæðingunni fer mjólk að myndast í brjóst- um móðurinnar. Í brjóstamjólkinni eru öll næringar­ efni sem barnið þarf til að vaxa og þroskast. Barnið tekur brjóst á um það bil þriggja klukkustunda fresti, allan sólarhringinn. Við brjóstagjöfina skapast náin tengsl milli móðurinnar og barnsins. Móðurmjólkin er ekki aðeins næring því að í henni eru líka mótefni sem vernda barnið gegn sjúkdómum og ofnæmi. Í samanburði við ungviði annarra dýra eru börnin ósköp óþroskuð þegar þau fæðast. Börn læra ekki að sitja eða skríða fyrr en um hálfs árs gömul og þau fara ekki að ganga fyrr en um eins árs aldurinn. Börn geta svo farið að tala talsvert á aldursbilinu eins til þriggja ára. Börn eru því algerlega háð fullorðnum í mörg ár. Þau þurfa mikið öryggi og mikla hlýju og umhyggju til þess að verða í góðu jafnvægi og sjálfsörugg þegar þau fullorðnast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=