Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
132 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Þungunarpróf Þegar kona er orðin ófrísk stöðvast blæðing- ar og henni getur orðið óglatt á morgnana. Þegar vika er komin fram yfir venjulegar blæðingar getur konan gengið úr skugga um það hvort hún er orðin barnshafandi. Hún getur annaðhvort sjálf keypt þungunarpróf í apóteki eða farið með þvagsýni á heilsu- gæslustöð til rannsóknar. Ef prófið er jákvætt merkir það að konan gengur með barn. Þungunarrof Ef þungunin var ekki ákveðin fyrir fram verður fólk að taka erfiða ákvörðun: vill það halda barninu eða fara í þungunarrof (fóstureyðingu)? Ef síðari kostur- inn er valinn eyðir læknir fóstrinu og stöðvar meðgönguna. Frá árinu 1975 hefur þungunarrof verið leyft á Íslandi ef tilteknar, félagslegar eða læknisfræðilegar ástæður eru fyrir hendi hjá viðkomandi konu eða ef hún hefur orðið fyrir nauðgun. Því fyrr sem þungunarrof er framkvæmt því minni og einfaldari er aðgerðin. Ef ungar stelpur verða ófrískar geta þær leitað til unglingamóttöku heilsugæslustöðva eða til heimilislæknis. Þær ættu að gera það um leið og þær gera sér grein fyrir því að þær eru orðnar ófrískar. Ef óskað er eftir þungunarrofi skal það alltaf framkvæmt eins fljótt og hægt er og helst fyrir lok 12. viku þungunar. Þungunarrof er ekki framkvæmt ef liðnar eru 22 vikur af meðgöngu nema brýnar ástæður séu til þess, svo sem ef meðgangan stofnar lífi móðurinnar í hættu eða ef ljóst er að fóstrið er alvarlega gallað. Þau mál þurfa að hljóta samþykki lækna. Mikilvægt er að vinna úr öllum tilfinningum sem upp kunna að koma eftir þungunarrof, ekki síst hjá ungum stelpum. Gott er að tala um tilfinningar sínar við maka, foreldra eða vini sína. Þungunarrof er framkvæmt á nokkrum stærstu sjúkrahúsum landsins. Á Íslandi eru framkvæmd um 1000 þungunarrof á ári hverju. Nota má svokallaða neyðarpillu (neyðargetnaðarvörn) ef ástæða er til að ætla að óæskilegur getnaður hafi orðið. Þessi pilla fæst í apótek um án lyfseðils og hana verður að taka innan 72 klukkustunda frá því að samfarir áttu sér stað. Með þungunarprófi geta konur sjálfar kannað hvort þær eru barnshafandi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=