Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

131 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Margt er líkt með skyldum Stundum þroskast tvö fóstur í legi móður. Það getur gerst á tvennan hátt. Hvert egg frjóvgast bara af einni sáðfrumu, aldrei fleiri. Ef tvö egg hafa losnað úr eggja- stokkunum frjóvgast hvort af sinni sáðfrumunni. Þá verða til tvíeggja tvíburar . Þeir eru ekkert líkari en hvaða tvö önnur systkini sem er og geta verið hvor af sínu kyn- inu. Eineggja tvíburar verða hins vegar til úr sama egg- inu. Þegar frjóvguð eggfruman byrjar að skipta sér getur frumuklasinn skipt sér í tvo hluta og hvor hlutinn verður að nýju fóstri. Eineggja tvíburar eru mjög líkir hvor öðrum og eru ávallt af sama kyni. Meðgangan Konur ganga með barn í 40 vikur, í níu mánuði. Allan þennan tíma er fóstrið í legi konunnar og flýtur í legvatni líknarbelgsins. Það fær súrefni og næringarefni úr blóði móðurinnar um fylgjuna og naflastrenginn. Úrgangsefni fara frá fóstr- inu sömu leið og enda í blóði móðurinnar. Fóstrið stækkar með hverri viku og þroskast. Stundum stöðvast meðgangan við sjálfkrafa fósturmissi, fósturlát, og fóstrið þrýstist úr líkama móðurinnar. Fósturlát verður yfirleitt vegna þess að fóstrið er gallað að einhverju leyti. Þroskun fóstursins 4 vikna, 1 cm 8 vikna, 4 cm 12 vikna, 9 cm 18 vikna, 20 cm Erfitt getur verið að þekkja sundur eineggja tvíbura.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=