Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
130 fráfæðingutildauða Frá fæðingu til dauða Nýtt líf kviknar Margt fólk ákveður nákvæmlega fyrir fram hvenær það eignast börn en önnur börn fæðast bara óvænt. Ekki geta allir átt börn og sumir kjósa að eignast ekki börn. Sumir ættleiða börn og þau börn eru örugglega velkomin. Kona verður þunguð, ófrísk, þegar sáðfruma hefur synt upp í gegn- um leghálsinn, gegnum legið og upp í aðra hvora eggrásina. Þar verður frjóvgun og þá blandast erfðaefnið úr eggfrumu móðurinnar og sáð- frumu föðurins. Síðan tekur frjóvgað eggið að skipta sér, nýtt líf kviknar. Frumunum fjölgar jafnt og þétt og til verður frumuklasi. Að nokkr- um dögum liðnum berst hann niður í legið og tekur sér bólfestu í slím- húð legsins. Þar myndast fylgja (legkaka) og naflastrengur með æðum sem sér stækkandi fóstri fyrir súrefni og næringarefnum sem móðirin leggur til. 6.5 Fyrstur kemur, fyrstur fær! Sáðfruman þrengir sér inn í eggið og frjóvgar það. Fljótlega tekur nýtt fóstur að vaxa í leginu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=