Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

129 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Alnæmi stafar af veiru Alnæmi er mjög alvarlegur sjúkdómur sem greindist fyrst í mönnum um 1980 og var fljótt skipað í hóp kynsjúkdóma. Sjúkdómurinn kom fyrst upp í Afríku og hefur síðan breiðst út sem faraldur um allan heim. Flestir smitaðra eru í fátækum löndum og fram til þessa hafa yfir 20 milljónir manna látist af völdum sjúkdómsins. Alnæmi stafar af samnefndri veiru, alnæmisveirunni (á erlendum málum HIV). Hún eyðileggur ónæmiskerfið og þeir sem eru smitaðir veikjast þá auðveldlega af alvarlegum sjúkdómum sem brjóta niður varnir líkamans hægt og hægt. Á lokastigi sjúkdómsins fær sjúklingurinn yfirleitt lungnabólgu og krabbamein sem dregur hann síðan til dauða. Enn hafa ekki fundist lyf sem lækna alnæmi, en til eru lyf sem hægja á framgangi sjúkdómsins og minnka líkur á smiti. Á Íslandi hafa um 400 manns greinst með HIV-sýkingu á Íslandi frá því að sjúkdómurinn kom fyrst upp hérlendis árið 1983. Þar af höfðu 73 sjúklingar greinst með alnæmi. Veiran smitast með sumum líkamsvessum, svo sem móðurmjólk, blóði og sæði. Fólk smitast oft við óvarðar samfarir og því er besta vörnin gegn alnæmi að nota smokk. Það er hins vegar algengur mis- skilningur að alnæmi smitist með skordýrum, í sundlaugum, á kló- settum, með mat, faðmlögum eða kossum. Alnæmi getur hins vegar smitast með sprautunálum sem eru mengaðar með alnæmisveirunni. 1 Hver er eina getnaðarvörnin sem verndar fólk bæði gegn þungun og kynsjúkdómum? 2 Hvert getur fólk helst leitað til að fá svör við spurningum um kynlíf? 3 Hver eru helstu einkenni klamydíusýkingar? 4 Nefndu þrjá algenga kynsjúkdóma. 5 Hvernig getur fólk smitast af alnæmi? 6 Hvað ber fólki að gera ef það greinist með kynsjúkdóm eða hefur grun um að það sé haldið kynsjúkdómi? Fólk safnast saman og tendrar ljós til minningar um þá sem hafa látist úr alnæmi. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=