Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
128 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Algengustu kynsjúkdómar Klamydía er mjög algengur kynsjúkdómur hér á landi. Klamydía stafar af bakteríu og sýkingin er oft án einkenna þannig að fólk veit ekki af því að það hefur sýkst. Þess vegna smitast þessi sjúkdómur mjög auðveld- lega. Stundum veldur klamydía aukinni útferð og sviða þegar pissað er. Ef sýkingin er ekki meðhöndluð með sýklalyfjum getur fólk orðið ófrjótt, það getur ekki átt börn. Kynfæravörtur eru líka algengur kynsjúkdómur. Sjúkdómurinn staf- ar af veiru sem veldur því að vörtur myndast á kynfærunum. Vörturnar geta valdið óþægindum en þær hverfa venjulega á einu til tveimur árum. Helsta ráðið til þess að losna við þær er að bera á þær frumu- drepandi efni eða eyða þeim með því að brenna þær eða frysta. Kynfæraáblástur (herpes) er kynsjúkdómur sem stafar af sömu veiru og veldur frunsum (áblæstri). Hann lýsir sér með vessafylltum blöðrum á kynfærum, við endaþarm eða í munni. Blöðrunum fylgir kláði og sársauki, en þær þorna upp á nokkrum vikum. Sjúkdómurinn blossar yfirleitt upp nokkrum sinnum á ári. Engin lyf eru til sem lækna hann en til eru krem og smyrsl sem draga úr óþægindum og stytta þann tíma sem þau vara. Sveppasýking Sumir gersveppir þrífast vel í raka og hlýju við kynfærin. Þeir geta orsakað sýkingu sem veldur kláða og oft aukinni útferð. Líkur á svona sýkingu aukast ef fólk klæðist þröngum gallabuxum eða þröngum nær- buxum úr gerviefnum. Til eru stílar og krem sem vinna bug á sýking- unni. Sveppasýking er ekki mjög smitandi. Lekandi og sárasótt Lekandi stafar af bakteríu. Einkennin eru svipuð og þegar um klamýdíu er að ræða, kláði og aukin útferð, sem lyktar illa, og sársauki þegar pissað er. Sjúkdómurinn getur valdið ófrjósemi ef hann er ekki með- höndlaður með sýklalyfjum. Sárasótt (sýfilis) er fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á landi, aðeins fá tilvik greinast á hverju ári. Hann orsakast af bakteríu sem veldur sáramyndun, oftast á kynfærum. Ef sárasótt er ekki meðhöndluð koma síðar útbrot á húðinni og enn síðar getur bakterían ráðist á hjartað, heilann og önnur líffæri. Sjúkdómurinn er læknanlegur með pensilíni. Kynsjúkdómar stafa af ýmiss konar örverum. Hárkollur voru afar vinsælar á 18. öld. Það stafaði ef til vill af því að margir misstu hárið vegna kynsjúkdómsins sárasóttar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=