Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

MANNSLÍKAMINN Fullorðinsstofnfrumur Menn hafa uppgötvað að stofnfrumur finnast í ýmsum líffærum fullorðins fólks, meðal annars í heilanum. Þær geta skipt sér og ýmist orðið að nýjum stofn- frumum eða að sérhæfðari frumum sem geta þá til dæmis lagfært skemmd eða skaða í einhverju líffæri. Stofnfrumur blóðs geta til dæmis orðið að öllum tegundum blóðfrumna í líkamanum. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá dæmi um nokkrar tegundir fullorðins­ stofnfrumna. Frá stofnfrumu til varahluta fyrir menn? Ímyndaðu þér að allar vefja- og líffæragjafir væru jafn auðveldar og blóðgjöf. Ef til vill gera vísindin það kleift í framtíðinni að lækna ýmsa erfiða sjúkdóma með hjálp stofnfrumna. Þá mætti til dæmis lækna sykursýki og elliglöp. Fáum við varahluti í menn úr stofnfrumum? Rannsóknir hafa vakið þá von að í framtíðinni verði unnt að rækta stofnfrumur og stjórna þeim þannig að við getum búið til ýmiss konar frumur og mismunandi vefi og jafnvel líffæri. Þannig mætti sjá mönnum fyrir„náttúrulegum“ varahlutum sem gætu komið að gagni við lækningar. Stofnfrumur eru nú þegar notaðar til lækninga. Blóðstofnfrumur úr beinmerg eru notaðar meðal annars til þess að lækna hvítblæði, sem er krabbamein í blóði. Nú er líka hægt að meðhöndla erfið brunasár með húðfrumum sem eru ræktaðar úr húð viðkomandi sjúklings. Ef tekinn er einn fersentimetri af mannshúð má rækta úr þeim húðflipa nýja húð sem er allt að einum og hálfum fermetra á stærð. Þessum ræktuðu húðfrumum er síðan annaðhvort„úðað ‟ á brunasárið eða þær eru græddar á sárið. Á myndinni hér fyrir ofan sést ræktuð húð. Stofnfrumur úr fóstri Allar frumur í líkama okkar urðu til út frá einni frumu – frjóvgaðri eggfrumu. Þegar hún tók til við að skipta sér voru allar fyrstu frumurnar ná- kvæmlega eins í upphafi. Þannig eru frumurnar sem þú sérð á þessari mynd. Frumurnar, sem myndast fyrstu dagana eftir frjóvgunina, eru algerlega ósérhæfðar og kallast fósturstofnfrumur. Nú geta vísindamenn ræktað slíkar stofnfrumur og fjölgað þeim. 11 Í BRENNIDEPLI Húðstofnfruma Vöðvastofnfruma Blóðstofnfruma Húðfruma Vöðvafruma Blóðfruma Taugastofnfruma Taugafruma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=