Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

127 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Svör við spurningum um kynlíf Á unglingsárunum vakna ýmsar spurningar um líkamann, kynlíf og skyld málefni. Skynsamlegt er að snúa sér til skólahjúkrunarfræðings, námsráðgjafa eða unglingamóttöku heilsugæslustöðvar til þess að fá svör við brennandi spurningum. Þau sem starfa þar eru öll bundin þagnarskyldu. Sumir leita til þessara aðila til þess eins að fá staðfest- ingu á því að þeir séu ekkert öðruvísi en aðrir. Unglingar geta líka leitað til aðila á borð við Hjálparsíma Rauða krossins, heimilislækni og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Þá má nefna að á heimasíðumLandlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar má nálgast bæklinga um kynlíf og getnaðarvarnir. Á nokkrum heilsugæslustöðvum er unglingamóttaka þar sem veitt er ókeypis ráðgjöf um kynsjúkdóma eða getnaðarvarnir. Sumar getn- aðarvarnir krefjast þess að stelpur fari í skoðun til kvensjúkdómalæknis. Sú skoðun er yfirleitt algerlega sársaukalaus. Unglingar geta líka leitað til unglingamóttökunnar og fengið ókeypis rannsókn ef þeir óttast að þeir séu með kynsjúkdóm. Kynsjúkdómar Þegar kynlíf er stundað geta ýmsar sjúkdómsvaldandi bakteríur og veirur borist milli fólks. Sjúkdómar sem smitast þannig kallast kyn- sjúkdómar. Besta leiðin til þess að verjast þeim er að nota smokk og hafa rekkjunautana sem fæsta. Í lögum um smitsjúkdóma (og kynsjúkdómar falla undir þá) er tekið fram að þeim sem sýkist af smitsjúkdómi eða hefur grun um að hann sé sýktur sé skylt að leita til læknis þegar í stað. Honum er einnig skylt að veita upplýsingar um það af hverjum hann kynni að hafa smitast, svo og hverja hann kann að hafa smitað. Á sumum heilsugæslustöðvum og hjá skólahjúkrunarfræðingi geta unglingar fengið ókeypis ráðgjöf um kynlíf, getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og ýmislegt annað sem þeir vilja fá svör við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=