Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
126 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Helstu tegundir getnaðarvarna Hettan er skál úr gúmmíi sem er smurð með sæðisdrepandi kremi og er svo komið fyrir efst í leggöngunum. Hún varn- ar því að sáðfrumurnar nái að synda upp í legið. Lykkjan er er oftast T-laga og er komið fyrir í leginu. Hún varnar því að frjóvgað eggið nái að festa sig í leg- veggnum og þroskast. Konur þurfa að fara til læknis til þess að láta setja í sig lykkju. Hún hentar einkum konum sem hafa átt barn. Í getnaðarvarnarpillum eru kvenhormón. Þau koma í veg fyrir að egg þroskist og losni úr eggjastokkunum. Smápillur innihalda bara eina tegund hormóna og í litlu magni. Áhrif þeirra verða þau að sáðfrumurnar komast ekki upp um leghálsinn. Allar getnaðarvarnarpillur eru lyfseðils- skyldar og læknir gefur út lyfseðil fyrir þeim. Getnaðarvarnarpillur veita alls enga vörn gegn kynsjúkdómum. Aðrar getnaðarvarnir, sem byggjast á hormónum, eru til dæmis getnaðarvarnarstafir, getnaðar- varnarplástrar og getnaðarvarnarsprautur. Getnaðarvarnarstöfum er komið fyrir undir húð konu og þeir gefa frá sér hormón og koma í veg fyrir þungun í þrjú ár eða lengur. Með öruggum dögum er átt við að fólk reynir að reikna út hvenær egglos á sér stað og sleppa samförum á þeim tíma. Vandinn við þessa aðferð er sá að egglos verður um 14 dögum áður en næstu blæðingar verða og aldrei er unnt að segja fyrir um þær með fullri vissu. Þess vegna eru „öruggu dagarnir“ fremur óöruggir. Ófrjósemisaðgerð og vönun Fólk, sem er orðið 25 ára, getur farið í ófrjósemisaðgerð . Hjá konum felst aðgerðin í því að skorið er á eggrásirnar í lítilli skurðaðgerð. Eggið kemst þá ekki lengur niður í legið og frjóvgun getur ekki orð- ið. Hjá körlum er skorið á sáðrásirnar ofarlega í pungnum. Eftir að- gerðina verður sáðlát eftir sem áður, en í sæðinu eru engar sáðfrumur. Ófrjósemisaðgerðir hafa engin áhrif á kynlífið, en aðgerðirnar eru varanlegar og sjaldnast verður aftur snúið. Við vönun (geldingu) eru eistun eða eggjastokkar fjarlægð. Við þessa aðgerð hverfur líka kynhvötin að mestu leyti. Getnaðarvarnarpillur innihalda hormón og konur verða að taka þær daglega til þess að komast hjá þungun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=