Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

125 öruggt kynlíf Öruggt kynlíf Getnaðarvarnir hafa verið notaðar frá upphafi vega Það getur verið eðlilegur þáttur í samlífi fólks að hafa samfarir. Ef fólk vill ekki eign- ast barn er mikilvægt að nota getnaðarvarn- ir til þess að komast hjá óæskilegri þungun. Öll börn eiga rétt á því að vera velkomin í heiminn. Það er líka auðveldara að njóta samfaranna ef ekki þarf að óttast þungun. Frá fornu fari hefur fólk notað ýmsar aðferðir til þess að komast hjá þungun. Strax í Biblíunni er talað um rofnar samfarir . Aðferðin er sérstaklega algeng í löndum kaþólskra þar sem smokkur eða aðrar getnaðarvarnir eru ekki leyfðar. Rofnar samfarir eru fólgnar í því að typpið er dregið úr leggöngunum áður en sáðlát verður og lætur sáðvökvann með sáðfrumunum falla utan líkama konunnar. Þetta er hins vegar óörugg aðferð því að erfitt getur reynst að hætta í tæka tíð í hita leiksins og sáðfrumur geta verið á typpinu áður en kemur að sáðlátinu. Mundu að ein sáðfruma nægir til þess að frjóvga eggið. Smokkurinn – tryggasta vörnin Smokkurinn veitir örugga vörn gegn þungun og notkun hans er þægileg aðferð til þess að komast hjá þungun. Áður var hann gerður úr þörmum dýra. Síðar fóru menn að búa til smokka úr gúmmíi, en nú eru þeir gerðir úr plastefni (latexi). Nauðsynlegt er að gæta þess vel að smokkurinn rifni ekki og að halda í hann þegar typpið er dregið út eftir sáðlátið. Ef smokkurinn rennur af geta sáðfrumur synt úr honum og borist inn í leggöngin. Rétt notkun smokks er líka besta og raunar eina aðferðin til þess að verjast kynsjúkdómum sem smitast við samfarir. Smokkurinn veitir mjög örugga vörn. Hann er bæði vörn gegn þungun og gegn kynsjúkdómum. 6.4 Smokknum er rúllað upp á stinnt typpið fyrir samfarir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=