Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

124 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Sýniþörf Sumir menn fá kynferðislega örvun við það að sýna kynfæri sín. Þessi hneigð kallast sýniþörf og þeir sem eru haldnir henni eru yfirleitt ekki hættulegir öðrum. Þetta er ólöglegt athæfi og það veldur öðrum óþægindum og getur vakið hræðslu. Nauðgun Ef einhver hefur samfarir eða kynferðislegar athafnir við ein- stakling án samþykkis er hann sekur um nauðgun. Þetta er ólöglegt og varðar langri fangelsisvist. Oft þekkjast fórnar- lambið og sá sem beitir ofbeldinu. Fólk hefur rétt til að segja nei, líka þótt það sé í hjónabandi. Dæma má annan aðilann fyrir nauðgun ef hann virðir ekki ósk hins. Allir hafa rétt til þess að ráða yfir líkama sínum. Sifjaspell Það er alltaf ólöglegt að sýna barni kynferðislegt athæfi. Þeir sem hafa kynferðislegan áhuga á börnum eru haldnir barnagirnd . Kynlíf náinna ættingja eða það þegar nákomnir misnota börn til þess að full- nægja kynþörf sinni kallast sifjaspell . Nákomnir ættingjar eru til dæmis foreldrar, fósturforeldrar, stjúpforeldrar, afar og ömmur og systkini. Sifjaspell eru ólögleg og fullorðnir, sem gerast uppvísir að þeim, geta átt langa fangelsisvist yfir höfði sér. Sifjaspell felast ekki bara í samförum heldur ná þau líka til ýmissa annarra kynlífsathafna. Mikilvægt er að þau, sem hafa orðið fyrir sifjaspellum, fái nauðsyn- lega hjálp til að skilja að það er bara sá fullorðni sem hefur brotið af sér. Þeir sem hafa orðið fyrir misnotkun, nauðgun eða öðru ofbeldi geta leitað ráða hjá einhverjum fullorðnum sem þeir treysta eða með því að hringja í símanúmerið 1717, hjálparsíma Rauða krossins. 1 Hversu margar sáðfrumur þarf til þess að frjóvga eggfrumu konu? 2 Hvað kallast sala á kynlífsþjónustu? 3 Hvað eru gælur? 4 Hvað gerist í líkamanum við kynferðislegan forleik? 5 Hvað á sér stað við fullnægingu? 6 Gerðu grein fyrir sifjaspellum. Barn, sem hefur orðið fyrir sifjaspellum, verður að fá hjálp til þess að skilja að það er eingöngu sá fullorðni sem hefur brotið af sér. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=