Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
123 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Kynlíf og áfengi Sumir drekka áfengi áður en þeir stunda kynlíf. Það getur leitt til þess að þeir gera eitthvað sem þeir sjá eftir síðar. Strákar geta átt erfitt með að ná reisn ef þeir drekka of mikið. Til þess að fá eins mikið út úr kyn- lífinu og unnt er þurfa allar skynfrumur að vera í sem bestu ástandi. Áfengisneysla og neysla annarra vímuefna getur brenglað og deyft skilningarvitin. Hætt er líka við því að fólk verði kærulaust og gæti ekki nægilega vel að vörnum þegar það er undir áhrifum. Klám og erótík Lýsingar á kynlífi í orðum og myndum geta verkað kynferðislega örv- andi á fólk. Slíkar lýsingar kallast ýmist klám eða erótík . Klám er oftast niðurlægjandi og felur gjarnan í sér ofbeldi en erótískar lýsingar ekki. Sumir nota klám til þess að auka örvun sína í kynlífi. Klám getur þó líka blekkt fólk vegna þess að það sýnir oft óraunhæfa mynd af kynlífinu. Það getur vakið þá hugsun eða kennd að maður standi sig ekki þegar á reynir. Klámið á sér líka enn dekkri hliðar. Konur eru oft sýndar í þeim tilgangi að misnota þær, lítillækka eða níðast á þeim á annan hátt. Stundum er níðst miskunnarlaust á fólki og þess bíður oft ekki annað en ömurlegt líf. Vændi og mansal Sala á kynlífsþjónustu kallast vændi . Konur eru í meirihluta þeirra sem stunda vændi, en karlar stunda þessa iðju líka og einnig börn. Margar þessara kvenna eru félagslega útskúf- aðar eða fíklar sem þurfa fé til að eiga fyrir dópi. Þeir sem stunda vændi lifa í hættulegum heimi sem einkennist af ofbeldi og fíkniefna- neyslu. Melludólgar og hórumömmur skipu- leggja viðskipti við vændiskonur og stjórna þeim. Meirihluti kaupenda vændis eru karlar. Lög á Íslandi leggja bann við kaupum á vændi og bannað er að hafa atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra. Mansal er það þegar fólk er selt og það er neytt til að vinna gegn eigin vilja, til dæmis við vændi, yfirleitt fjarri heimalandinu. Mansal tengist oft vændi. Þá er ungt fólk lokkað frá heimalandi sínu til annarra landa og þegar þangað er komið er það neytt til að stunda vændi eða aðra iðju. Aðrir hirða hagnaðinn af starfi þeirra.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=