Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

122 Fullnæging í samförum Samfarir geta verið með ýmsu móti. Algengast er að typpið sé hreyft fram og aftur í leggöngunum og löngunin og nautnin vex smám saman hjá báðum. Þegar sælukenndin er sem sterkust getur annar hvor eða báðir aðilarnir fengið fullnægingu . Hún stafar af áköfum vöðvasamdrætti og fólki finnst eins og miklar tilfinningar fái útrás og á eftir fylgir djúp og þægileg slökun. Um leið er samkenndin, ást- úðin og sælukenndin einna sterkust. Upplifun fullnægingar er mis- munandi eftir einstaklingum og hún er ekki alltaf eins hjá hverjum og einum. Fæstar konur fá fullnægingu nema snípurinn og svæðið þar í kring fái nægilega örvun. Hægt er að örva snípinn og ná fullnægingu fyrir eða eftir samfarirnar. Konur geta fengið margar fullnægingar í röð en flestir karlar þurfa að fá að minnsta kosti um hálftíma hvíld áður en þeir geta fengið fullnægingu á ný. Milljónir sáðfrumna Þegar karlar fá fullnægingu og sáðlát verður spýtast sáðfrumur úr eistnalyppunum eftir báðum sáðrásunum og fram úr þvagrásinni í typpinu. Á þessari leið blandast þær sáðvökva úr sáðblöðrunum og blöðruhálskirtlinum. Við sáðlát losnar um ein teskeiðarfylli af sáð- vökva og í honum eru að jafnaði um 300 milljónir sáðfrumna. Það er hins vegar bara ein sáðfruma sem frjóvgar eggfrumu konunnar ef getnaður verður. Áður en sáðlát verður losna yfirleitt nokkrir dropar af sáðvökva sem hreinsar þvagrásina. Með þessum dropum geta komið sáðfrum- ur og þær geta verið á typpinu löngu fyrir sáðlát. Þess vegna er það mikilvægt að nota smokk frá byrjun samfaranna ef ekki er vilji til þess að eignast barn. Hann verndar auk þess gegn kynsjúkdómum. Kynlíf og fötlun Öll erum við hvert öðru ólík og sum okkar eiga við fötlun að stríða. Við erum þó öll eins þegar kemur að ástinni og öðrum tilfinningum. Við höfum öll sama rétt til þess að veita ást og upplifa hana. Hjá sumum getur ýmislegt hamlað kynferðislegri getu, en tilfinning- arnar eru alltaf jafn heitar og kynhvötin sú sama. Allir geta orðið ástfangnir og mörg okkar vilja kynnast einhverjum sem endurgeldur tilfinningarnar. Nú eru til alls kyns hjálpartæki þannig að allir ættu að geta notið ánægjulegs kynlífs. Sáðfrumur synda í átt að egginu. Það er um 0,2 mm í þvermál, en lengd sáðfrumnanna er um 0,006 mm. sáðfrumur Við erum öll eins þegar ástin er annars vegar. Egg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=