Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

121 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Kynlíf Kynhvötin er ein sterkasta hvöt okkar, ekki síður mikilvæg en sú hvöt að borða, drekka og sofa. Í líffræðilegu tilliti er kynhvötin nauðsynleg til þess að mannkynið viðhaldi sér en deyi ekki út. Kynhvötin leiðir til þess að flest okkar stunda kynlíf fyrr eða síðar. Kynlíf getur verið fólgið í margs konar athöfnum sem fylla fólk sam- kennd, ástúð og einstakri sælukennd. Heilbrigt kynlíf krefst þess að báðir þekki sjálfan sig og viti nákvæmlega hvað þeir vilja. Í ástríðufullum forleik með kossum, faðmlögum og atlotum undir­ býr líkaminn sig fyrir samfarir. Húðin er ótrúlega næm fyrir kynörvun á svo mörgum stöðum sem kallast kynnæmir staðir . Næmustu staðirnir eru til dæmis varir, brjóst og kynfæri. Í forleiknum eykst löngunin og typpi stráksins nær fullri reisn. Geirvörtur stelpunnar stækka og harðna, snípurinn þrútnar af blóði og leggöngin verða rök. Fyrstu samfarirnar Við fyrstu samfarir rofnar meyjarhaftið oft hjá stelpum ef typpi er stungið inn í leggöngin. Þessu getur fylgt svolítill sársauki og dálítil blæðing. Sumar stelpur finna fyrir sársauka við fyrstu samfarir. Skýringin getur verið sú að líkaminn hafi ekki verið nægilega örvaður eða að vöðvarnir í leggöngunum dragist saman. Eðlilegt er að vera óöruggur við fyrstu samfarir og getur það leitt til þess að typpi rís ekki. Þessir erfiðleikar hverfa venjulega þegar frá líður og lagast venjulega þegar einstaklingarnir verða öruggari um sjálfa sig. Hjá sumum verður sáðlát of fljótt eða það verður alls ekki. Ástríðufullur forleikur er mikil­ vægur undanfari fyrir samfarir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=