Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

120 kynlíf og samfarir Kynlíf og samfarir 6.3 Smokkar veita góða vörn gegn þungun og kynsjúkdómum. Þeir eru til í öllum hugsan­ legum litum og gerðum. Að vera saman Á kynþroskaskeiðinu vaknar kynhvötin oft og fólk verður ástfangið. Þá hefjast spennandi tímar. Fyrst þarf fólk að kynnast og það getur tekið langan tíma. Þegar fólk byrjar að vera saman er nauðsynlegt að báðir aðilar taki ríkt tillit hvor til hins. Enginn á að þurfa að sætta sig við kyn- ferðislegar athafnir eða annars konar athafnir sem hann er ekki sáttur við. Ef þér finnst að þú viljir ekki taka þátt í einhverju skaltu ekki hika við að segja nei! Það er ólöglegt að stunda kynlíf við þann sem er yngri en 15 ára. Samfarir eru þó ekki refsiverðar þótt báðir aðilar séu yngri en 15 ára ef báðir samþykkja þær. Það gildir um kynferðisleg samskipti eins og önnur samskipti milli fólks að mikilvægt er að kunna að hlusta og bæði gefa og þiggja. Kynlíf er fólgið í margvíslegum, kynferðislegum athöfnum, ekki bara sam- förum. Margir unglingar stunda kynlíf en láta samfarirnar sjálfar bíða þar til þeir nálgast tvítugt. Það getur verið nógu spennandi og nota- legt að haldast í hendur, faðmast og kyssast og gæla kannski hvort við annað. Með gælum er hér átt við það þegar fólk gælir við kynfæri og kynnæma staði hvort annars. Ef fólk kýs að hafa samfarir er nauðsynlegt að vita hvernig á að verjast þungun og kynsjúkdómum. Einfaldast er að nota smokk allan tímann meðan samfarir standa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=