Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
119 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Mánaðarlegar blæðingar Í hverjum mánuði þroskast slímhúðin í leginu og verður þykk og æða- rík. Henni er ætlað að verða tilbúin til þess að sjá fóstri fyrir súrefni og næringu ef frjóvgun verður. Ef eggið frjóvgast hins vegar ekki eyðist slímhúðin og losnar úr leginu. Blæðingin er lítið annað en hreint blóð og þetta tímabil kallast tíðir eða bara blæðingar (túr). Slímhúðin er síðan byggð upp á ný þannig að hún geti tekið við næsta frjóvgaða eggi. Konur fá blæðingar að jafnaði í hverjum mánuði frá því að þær verða kynþroska og fram á fimmtugsaldurinn. Blæðingar standa venjulega skemur en viku og magnið af blóði sem losnar er um hálfur desilítri. Í upphafi kynþroskaskeiðsins eru blæð- ingarnar yfirleitt óreglulegar. Sumar konur verða ekki fyrir miklum óþægindum meðan á blæðingum stendur, en aðrar finna fyrir miklum sársauka og miklum skapsveiflum. Verkjatöflur eru í boði sem geta lin- að sársaukann og getnaðarvarnarpillur geta líka hjálpað í þeim efnum. Hreinlæti og blæðingar Á markaði eru margar gerðir af ýmsum vörum, til dæmis dömu- bindum og tíðatöppum, til þess að auðvelda hreinlæti við blæð- ingar. Tíðatapparnir taka í sig blóð og annan vökva í leg- göngunum. Mikilvægt er að skipta oft um tíðatappa til þess að komast hjá sýkingu. Ekki á að nota þá á nóttunni og það þarf að skipta um þá nokkrum sinnum á dag. Konur, sem hafa órofið meyjarhaft, geta notað tíða- tappa því að op er á meyjarhaftinu. 1 Hvað heitir fremsti hluti typpisins? 2 Í hvaða líffæri eru egg stelpnanna? 3 Hvað heitir næma líffærið hjá stelpum sem samsvarar typpi stráka? 4 Hvað er standpína (reisn)? 5 Hvað er meyjarhaft? 6 Hvað verður um eggið ef sáðfruma frjóvgar það ekki? 7 Hvaða breytingar verða hjá strákum og stelpum á kynþroskaskeiðinu? 8 Hvað veldur því að stelpur hafa blæðingar í hverjummánuði? Slímhúð legsins endurnýjast í hverjum mánuði. Hún losnar frá leginu og berst með blóði út úr líkamanum. Þá eru stelpur á blæðingum (eru á túr). Til eru margar tegundir af dömubindum og tíðatöppum. Tíðatapparnir þenjast út þegar þeir taka í sig vökva. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=