Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

118 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Umskurður Í mörgum samfélögum tíðkast það að fjarlægja forhúðina af ungum drengjum. Þetta kallast umskurður og hann er ýmist gerður af trúar- eða menningarlegum ástæðum eða af hreinlætisástæðum. Stundum er forhúðin þó fjarlægð ef hún er of þröng. Umskurður stelpna tíðkast í sumum samfélögum. Aðgerðin er fólgin í því að ytri kynfærin eru skorin burtu að hluta eða öllu leyti eða þau eru saumuð saman. Þessi aðgerð getur verið mjög sársaukafull og haft mjög slæmar afleiðingar. Umskurður kvenna er bannaður í mörgum löndum. Hormón setja kynþroskann af stað Við komumst á kynþroskaskeið á unglingsaldri. Líkami stelpna tekur yfir- leitt að breytast á tólfta ári og líkami stráka nokkru síðar. Breytingarnar verða vegna þess að heiladingullinn, lítill kirtill sem er neðst í heilan- um, myndar hormón sem kemur af stað myndun kynhormóna í eggja- stokkum eða eistum. Hormón eru boðefni sem berast með blóðinu og hafa margvísleg áhrif á líkamann. Kynhormón stráka heitir testósterón og kynhormón stelpna eru estrógen og prógesterón . Hormónin valda margs konar breytingum í líkamanum, bæði hið innra og ytra. Skapið getur orð- ið sveiflukennt og bæði stelpur og strákar taka mikinn vaxtarkipp. Hár taka að vaxa í handarkrikunum og við kynfærin og brjóst stelpna stækka og verða viðkvæm. Strákunum fer að vaxa skegg og barkakýlið stækkar þannig að röddin dýpkar. Á vissu skeiði á röddin til að bregðast og sveiflast milli hárra og lágra tóna. Þá er talað um að strákar séu í mútum . Rödd stelpna dýpkar líka og raddblærinn breytist. Margir unglingar fá unglingabólur á kynþroskaskeiðinu, því að húðin myndar meira af fitu en áður og ígerð getur hlaupið í fitukirtlana. Nú eru í boði ýmis krem og lyf sem koma að gagni gegn þessum bólum. Á myndinni eru sýndar þær breytingar sem oftast koma fram á kynþroska­ skeiðinu. Þær geta komið fyrr eða síðar en hér er sýnt. Þroskun brjósta og hárvöxtur við kynfæri Fyrstu blæðingar Þroskun eistna og hárvöxtur við kynfæri Stækkun typpis og fyrsta sáðlát Mútur og skeggvöxtur Stelpur Ár Strákar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=