Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

10 Þegar krabbameinsfrumur ná til vessaæðar eða æðar með blóði geta sumar þeirra losnað frá upprunalega æxlinu og dreift sér um líkamann. Þannig geta þær myndað meinvörp annars staðar í líkamanum. Krabbamein – frumur sem skipta sér stjórnlaust Krabbamein myndast þegar sumar frumur missa stjórn á frumuskipt­ ingunni. Þær skipta sér þá stöðugt þótt engin þörf sé á því. Að lokum myndast klasi af frumum sem kallast æxli . Ef ekki tekst að fjarlægja það getur það haldið áfram að vaxa og skaða nálæg líffæri. Frumurnar í æxlinu geta enn fremur dreifst um líkamann og orðið að nýjum æxlum á öðrum stöðum líkamans. Þessi nýju æxli kallast meinvörp . Orsakir krabbameins eru margar Á Íslandi greinast um 1600 manns árlega með krabba­ mein. Helmingur þeirra er eldri en 65 ára. Til eru yfir 200 tegundir mismunandi krabbameina. Sumar þeirra eru auðlæknanlegar, en aðrar eru lífshættulegar og erf­ iðar viðfangs. Nú læknast meira en helmingur þeirra sem greinast með krabbamein. Lækning á krabbameini er meðal annars fólgin í skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislameðferð og hormónameðferð. Nú er vitað að krabbamein myndast vegna einhverra breytinga á erfðaefni frumnanna. Breytingarnar verða oftast fyrir tilviljun, þó er hluti sjaldgæfra krabbameina arfbundinn. Þá hefur það mikið að segja hvernig lífi við lifum. Mjög mikil sólböð auka til dæmis verulega líkur á húðkrabba . Tóbaksreykingar eru sá áhættuþáttur krabbameins sem við getum haft mest áhrif á sjálf. Reykingar eru líkleg orsök um 350 nýrra til­ vika krabbameina sem greinast hér árlega. Þær valda ekki bara lungna­ krabbameini heldur líka krabbameini í barkakýli, vélinda og þvagblöðru. 1 Hvað kallast það ferli efnahvarfa sem sér frumum fyrir orku? 2 Hvað þarf fruma til þess að geta fengið orku? 3 Nefndu nokkrar gerðir frumna. 4 Hvaða munur er á eðlilegri frumu og krabbameinsfrumu? 5 Hvert er hlutverk frumuhimnunnar? 6 Lýstu hvaða hlutverki leysikorn gegna í frumum. 7 Lýstu gerð vefja og líffæra. 8 Prótín eru byggingarefni margra mikilvægra frumulíffæra. Hvað er það sem ákvarðar hvaða prótín eigi að mynda og hvar í frumunni myndast þau? Hvað getur þú gert til þess að minnka líkur á því að þú fáir krabbamein í framtíðinni? Eðlilegar frumur Krabbameinsfrumur Vessaæð Æð (með blóði) SJÁLFSPRÓF ÚR 1.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=