Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

113 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Afbrýðisemi Það er ekki alltaf auðvelt að vera í sambandi. Stundum verður fólk ósátt eða afbrýðisamt. Afbrýðisemi er sterk tilfinning sem stafar oft af því að maður er hræddur um að missa þann sem maður elskar. Flestir hafa þörf fyrir viðurkenningu, einkum frá hin- um aðilanum í sambandinu. Ef hún fæst ekki er hætt við að sjálfsálitið minnki. Þau sem eru ekki örugg með sig í sambandi sínu verða auðveldlega afbrýðisöm. Ótryggð er algeng orsök afbrýðisemi. Flestum finnst tryggð mjög mikilvæg í samböndum. Það er líka mjög mikil- vægt að geta treyst á hinn aðilann á sama hátt og maður treystir vinum sínum. Vinum þínum finnst kannski að þú bregðist þeim þegar þú hittir einhvern og þið byrjið saman. Að vinirnir gleymast algerlega í ákafanum yfir nýju ástinni. En það er bæði mikilvægt og nauðsynlegt að eiga nána vini til að ræða við um líf sitt og tilfinningar. Ástarsambandið getur slitnað einn daginn og þá er mikilvægt að geta leitað á náðir vinanna. Að slíta sambandi Mörg sambönd enda fyrr eða síðar. Kannski vorum við bara hrifin af ímynd sem stóð ekki undir væntingum. Það er vandasamt að slíta sam- bandi án þess að særa hinn aðilann. Það skiptir miklu máli að þora að vera heiðarleg og segja skoðun sína. Eins og í öllum öðrum mannlegum samskiptum er það mikilvægt að þora að tala saman um alls kyns tilfinningar. Tala um það að tilfinn- ingar þínar hafi breyst eða að þú hafir hitt einhvern annan. Þú skalt tala um allt það jákvæða og góða í sambandi ykkar til þess að styrkja sjálfsmynd þess sem þú segir upp. Þá eru meiri líkur á því að þið getið verið vinir áfram. 1 Nefndu að minnsta kosti þrenns konar kynhneigð sem fólk getur haft. 2 Hvernig líður þeim sem er ástfanginn? 3 Lýstu kynhneigð þess einstaklings sem er tvíkynhneigður. 4 Hvað er að vera trans? 5 Hvernig er best að bregðast við ef einhver vinur þinn segir þér að hann sé tvíkynhneigður eða samkynhneigður? Það er erfitt að segja einhverjum upp án þess að særa hann. SJÁLFSPRÓF ÚR 6.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=