Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

112 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Tilfinningarnar eru alltaf þær sömu, sama hver kynhneigðin er. Kynhneigð og kynvitund Margir eru gagnkynhneigðir og laðast að einhverjum af hinu kyninu. Margir verða þó ástfangnir af fólki af sama kyni. Þeir eru samkyn- hneigðir . Fólk getur líka verið tvíkynhneigt og það merkir að það laðast að tveimur kynjum. Pankynhneigð er að laðast að fólki óháð kyni. Eikynhneigð er að laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðru fólki. Samkynhneigðir karlar eru oft kallaðir hommar og samkynhneigðar konur lesbíur . Það er eins eðlilegt að vera samkynhneigður eða tvíkyn- hneigður og að vera gagnkynhneigður. Stundum virðist samfélagið samt gera ráð fyrir að fólk sé gagnkynhneigt og því finnst mörgum af öðrum kynhneigðum erfitt að sýna ást sína opinskátt. Fólk sem hefur þörf fyrir að klæða sig í fatnað af hinu kyninu kallast klæðskiptingar . Þessi þörf er algjörlega óháð kynhneigð. Svo finnst sumum þeir vera í röngum líkama. Kynvitundin sam- ræmist þá ekki því kyni sem einstaklingurinn fékk úthlutað við fæðingu og kallast það að vera trans. Transkona er kona sem fæðist í karllíkama en transkarl er karl sem fæðist í kvenlíkama. Kynsegin fólk er fólk sem tengir hvorki við að vera karl né kona og er ýmist blanda af hvoru tveggja eða flakkar á milli. Jafnrétti Árið 2010 voru sett á Alþingi ein hjúskaparlög sem gilda fyrir alla. Tveir einstaklingar af sama kyni geta stofnað til hjúskapar. Prestar þjóðkirkjunnar og forstöðumenn annarra trúfélaga geta annast hjóna- vígslu fólks af sama kyni, rétt eins og vígslu gagnkynhneigðra. Á Íslandi mega þeir sem hafa stofnað til hjúskapar ættleiða börn, svo og þeir sem hafa verið í óvígðri sambúð í fimm ár hið minnsta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=