Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

111 KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Á unglingsaldri vaknar löngunin til að verða skotinn í einhverjum. Að þora að rjúfa einmanaleikann Öðru hverju finnum við öll til einmanakenndar. Það getur verið fínt að vera stundum einn með sjálfum sér, en bara ef maður hefur kosið það sjálfur. En það er líka til einmanaleiki þar sem fólk hefði fremur kosið að vera í félagsskap annarra. Stundum er auðvelt að rjúfa ein- semdina en það getur líka reynst þrautin þyngri. Margir unglingar finna til feimni og eru óöruggir með sjálfa sig. Þá getur verið erfitt að stofna til kynna og sambanda. Það ætti að geta hjálpað að reyna að líta jákvæðum augum á sjálfan sig og hafa í huga að margir aðrir berjast einnig við feimni og óöryggi. Þegar ástin grípur Fyrsta skotið hjá mörgum tengist einhverjum átrúnaðargoðum í íþrótta- eða tónlistarheiminum. Þá er fólk ástfangið úr fjarlægð og þá gerir það lítið til þótt tilfinningarnar séu ekki endurgoldnar. En það kemur að því – ástin kviknar fyrir alvöru! Það er óumræði- lega mikil upplifun, allt verður öðruvísi en áður. Þá beinast hugsan- irnar stöðugt að þeim sem maður er skotinn í og maður vill hvergi vera nema í námunda við þá manneskju. Í huganum dregur þú upp óskaímynd af þeim sem ástin beinist að og hún reynist svo ekki í samræmi við veruleikann. Þá lognast tilfinn- ingarnar yfirleitt út af. En stundum þroskast þær og verða að djúpri og sterkri ást. Hvernig á að sýna áhuga? Mörgum finnst erfitt að setja sig í samband við þann sem áhug- inn beinist að. Flest erum við svolítið feimin og hrædd við að verða að athlægi eða verða hafnað. Líkamstjáning er mikilvægt tæki ef vilji er til að ná sambandi við einhvern. Ein leið er að gjóa augunum oft en í stutta stund á viðkomandi og fyrir flesta er þetta nógu greinilegt merki. Þá getur það reynst vel að tala og hlusta og sýna þeim athygli sem áhuginn beinist að. Það er líka algeng aðferð að ná sambandi við einhvern með hjálp vinar sem kannar hvort áhuginn sé gagnkvæmur. Það skilar þó oftast mestum árangri ef þú þorir að eiga frumkvæðið að því að koma á sambandi. Dans gefur gott tækifæri til þess að skapa ný tengsl.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=