Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

110 unglingsárin ... 6.1 Unglingsárin – spennandi tími Er ég jafnoki annarra? Það eru mikil umskipti að breytast úr barni í fullorðinn einstakling. Þá skoðar þú aðra og berð saman við sjálfan þig. Stundum er farið með þig sem fullorðinn og stundum sem barn. Sjálfstraustið getur brugðist og skapið sveiflast. Þetta getur verið þrúgandi og reynt mjög á þig og þá sem í kringum þig eru. Margar af þeim spurningum sem vakna í tengslum við kynlíf og sambönd snúast um það hvort einstaklingurinn standi sig, sé nógu góður. Ef þú skoðar líkama þinn gagnrýnum augum sérðu kannski að typpið er bogið eða að brjóstin eða aðrir líkamshlutar eru misstórir. Þetta er fullkomlega eðlilegt og stafar meðal annars af því að líkaminn er gerður úr tveimur helmingum og þeir eru ekki nákvæmlega eins. Þú hefur kannski tekið eftir því að fæturnir eru ekki jafn stórir þegar þú mátar skó? Við erum hvert með okkar móti, en flest okkar spjara sig bara ágætlega þrátt fyrir allt. Óraunhæfar fyrirmyndir Stelpur hafa oft áhyggjur af því að þær séu með of stór eða of lítil brjóst og það veldur mörgum strákum óþörfum áhyggjum að typpið sé of lítið. Sumum finnst líkami sinn ekki vera eins og þau vildu að hann væri. Við verðum að hafa það í huga að líkaminn er ekki fullvaxinn fyrr en um tvítugt. Auk þess er lítill stærðarmunur á typpum þegar strákum stendur. Svo má líka geta þess að stærð brjósta og typpis skiptir ekki miklu máli í kynlífi. Það getur líka valdið mörgum unglingum áhyggjum að þau séu ekki nógu lagleg, nógu grönn eða í nægilega góðri þjálfun. Og því mið- ur bætir ekki úr skák að í auglýsingum birtast myndir af „fullkomnum“ fyrirsætum sem vekja óraunhæfar væntingar hjá unglingum. En í reynd eru flestar myndanna falskar og segja ekki sannleikann. Í tölvum er útliti fyrirsæta breytt til samræmis við þær væntingar sem gerðar eru til útlits. Þegar allt kemur til alls skiptir það mestu máli hvaða persónu þú hefur að geyma, ekki hvernig þú lítur út. Það getur verið gott að njóta stuðnings annarra. Einkum á unglingsaldrinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=