Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

6 6.1 Unglingsárin – spennandi tími Í BRENNIDEPLI: Staða kynjanna 6.2 Þekktu líkama þinn 6.3 Kynlíf og samfarir 6.4 Öruggt kynlíf 6.5 Frá fæðingu til dauða Á leið til fulls þroska • um það sem gerist á kynþroskaskeiðinu • um það hvernig við fjölgum okkur • að kynhneigðin er mismunandi • um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma • um þroskun manns frá fæðingu til dauða 109 Það er spennandi að verða unglingur. Líkaminn tekur breytingum og kannski grípur ástin þig í fyrsta sinn. Þetta er tími mikilla væntinga og efasemda. Er ég eins og öll hin? Stend ég mig? Hvernig byrja ég í sambandi? Þú færð svar við mörgum spurningummeð því að tala við vinina, önnur svör færðu frá fullorðnum eða úr bókum. Svör við sumum spurningum færðu þó bara með eigin reynslu, því að upplifun þína og tilfinningar áttu út af fyrir þig. 1 Hvernig byrja ég í sambandi við einhvern semmér þykir vænt um? 2 Hvenær hef ég nægilegan þroska til þess að stunda kynlíf? 3 Hvernig veit ég hver kynhneigð mín er? 4 Hvers vegna er það mikilvægt að nota varnir í kynlífi? Áður fyrr vissu börn og unglingar ekki ýkja mikið um kynlíf eða sambúð fólks. Þeim var oft sagt að storkurinn kæmi með ný­ fæddu börnin. Kynlíf og kærleikur Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=