Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

107 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM SAMANTEKT Lykt og bragð tvinnast saman. Glæra augans. Skynfrumur augans: keilur og stafir. Leið hljóðsins um eyrað. Hormón myndast í innkirtlum líkamans. Lykt, bragð og tilfinning • Lyktarskyn okkar er í efri hluta nefholsins. Lyktarskynfrumurnar geta greint meira en 10.000 mismunandi tegundir af lykt. • Á tungunni eru bragðlaukar sem greina fimm mismunandi grunngerðir bragðs. Þær eru: sætt, súrt, salt, beiskt og fimmta bragðið (bragðfylling). Þegar við borðum renna bragð og lykt af matnum saman í eina heild. Lykt og bragð eru þannig samtvinnuð. • Í húðinni eru sérstök skynfæri sem greina hita, kulda, snertingu, þrýsting og sársauka. • Upplýsingar frá skynfærum húðar berast með taugum til svæðisins í heilanum þar sem líkamsskynið er. Sjónin – ljósnæmt skilningarvit • Sjónin er það skilningarvit sem flytur okkur flest skynhrif. Í sjónu beggja augna eru um það bil 250 milljónir sjónskynfrumna. • Ljósið brotnar í glærunni og í augasteininum þannig að skörp mynd fellur á sjónuna. Þegar ljós fellur á skynfrumur augnanna berast taugaboð til sjónsvæðisins í heilanum, þar er unnið úr þeim og mynd verður til, við sjáum. • Miðgrófin er sá hluti sjónunnar sem gefur skörpustu myndina. Við notum hana þegar við beinum augunum að litlum fleti, til dæmis við lestur. • Helstu tegundir sjóngalla eru nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja. Ráða má bót á þeim öllum með gleraugum eða snertilinsum eða jafnvel leysiaðgerð. Heyrn og jafnvægisskyn – tvö skilningarvit eyrna • Þegar hljóðbylgjur skella á hljóðhimnunni fer hún að titra og hreyfing kemst á heyrnarbeinin sem magna upp bylgjurnar og miðla þeim inn í kuðunginn í innra eyranu. Þar verka þær á skynfrumur sem senda taugaboð eftir heyrnartauginni til heyrnarsvæðis heilans. • Mikill hávaði getur skemmt skynfrumurnar í eyrunum. Skert heyrn stafar mjög oft af of miklum hávaða og hann getur líka valdið eyrnasuði. • Í jafnvægisskynfærunum í innra eyranu eru skynfrumur sem senda boð um breytta stöðu og hreyfingu höfuðs, Upplýsingarnar berast með jafnvægistauginni til heilans. Of mikið áreiti á jafnvægisskynfærin getur valdið svima og bíl-, flug- og sjóveiki. Hormón eru boðberar líkamans • Hormón eru efni sem bera boð um líkamann milli frumna og mismunandi líffæra. • Hormónin myndast í innkirtlum, til dæmis í heiladingli, skjaldkirtli, nýrnahettum, brisi og kynkirtlum. • Heiladingullinn er yfirkirtill líkamans og stjórnar því hversu mikið myndast af hormónum í ýmsum öðrum kirtlum. • Sykursýki stafar af skorti á hormóninu insúlíni. Skorturinn veldur því að frumurnar geta ekki tekið til sín sykur svo að blóðsykurinn verður allt of hár. Sú gerð sykursýki sem leggst á börn og unglinga verður aðeins meðhöndluð með insúlínsprautum. 5.4 5.5 5.6 5.7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=