Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
106 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM SAMANTEKT Miðtaugakerfið og úttaugakerfið. Margar æðar eru í heilanum. Helstu hlutar heilans. Sum taugaviðbrögð eru meðfædd. Heilablæðing. Taugakerfið er gert úr taugafrumum • Taugakerfið er gríðarflókið kerfi milljarða taugafrumna sem eru sérhæfðar til þess að flytja taugaboð. • Taugaboðin berast milli taugafrumna eða til vöðva. Hver taugafruma getur tengst þúsundum annarra taugafrumna. • Heilinn og mænan mynda miðtaugakerfið. Þær taugar sem liggja til og frá heila og mænu mynda úttaugakerfið. • Við höfum sjálf vald á þeim hlutum taugakerfisins sem stjórna rákóttum vöðvum. • Ósjálfráða taugakerfið, sem stjórnar meðal annars hjartslættinum og hreyfingu meltingarfæranna, starfar án þess að viljinn komi þar nærri. Heilinn er bæði móttakari og sendir • Í heilanum er aðsetur persónuleikans; þar eru hugsanir okkar, tilfinningar, vitund og minni. Í heilanum eru fleiri en hundrað milljarðar taugafrumna. • Heilinn skiptist í stóra heila, litla heila og heilastofn. • Í berki stóra heilans eru mismunandi starfssvæði. Á hverju starfssvæði eru taugafrumur sem sinna sérstökum störfum. Sem dæmi má nefna sjónsvæðið, málsvæðið og hreyfisvæðið. • Heilinn tekur stöðugt á móti og sendir frá sér aragrúa taugaboða. Skynboð eru þau boð sem berast inn til heilans og hreyfiboðin berast frá honum. • Í mænunni eru tengingar milli mjög margra taugabrauta. Þar fara taugaboð milli taugafrumna áður en þau berast upp til heilans. • Taugaviðbrögð koma fram sem hreyfingar sem verða án þess að við vitum af þeim. Sársaukaviðbragðið er dæmi um taugaviðbragð. Það er þegar við drögum snöggt að okkur líkamshluta sem er í hættu á að skaðast. Taugaboð berast þá til mænu og svo beint út til vöðvanna án þess að heilinn komi þar við sögu. Kvillar og sjúkdómar í taugakerfinu • Lesblinda, ofvirkni og flogaveiki eru dæmi um kvilla sem byggjast á óeðlilegri starfsemi í heila. • Slag (heilablóðfall) stafar af blóðtappa sem veldur stíflu í æð í heila eða af blæðingu úr æð í heilavef. • Heilabilun stafar af því að mjög margar taugafrumur deyja í tilteknum hlutum heilans. • Mænuskaði stafar oft af því að taugabrautir rofna þannig að fólk missir tilfinninguna og hreyfigetu í þeim hlutum líkamans sem taugabrautirnar náðu til áður. 5.1 5.3 5.2
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=