Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

105 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Kynhormón myndast í kynkirtlum Kynkirtlarnir eru eggjastokkar í konum og eistu í körlum. Í eggjastokk- unum myndast kvenhormónin estrógen og prógesterón. Það er fyrst og fremst estrógenið sem veldur því að stelpur fá brjóst, ávalar mjaðmir og skapahár á kynþroskaskeiðinu. Kynhormónin stjórna einnig kyn­ hvötinni, tíðahringnum og egglosinu. Karlhormónið testósterón myndast í eistunum. Það stjórnar mynd­ un sáðfrumnanna í eistunum. Það veldur líka því að strákarnir verða dimmraddaðri og vöðvameiri og þeim fer að vaxa skegg og hár við kynfæri og víðar um líkamann. Testósterón stjórnar líka kynhvötinni. Íþróttamenn og fleiri misnota stundum tilbúið testósterón, svokall­ aðar steratöflur (vefaukandi stera). Þessi ólöglegu efni eru notuð til að byggja hratt upp vöðvamassa. Vefaukandi sterar geta haft margvísleg, skaðleg áhrif, til dæmis geta eistun minnkað og karlar orðið ófrjóir. Þeir sem taka þessa stera verða auk þess oft árásargjarnir og ofbeldis­ fullir. 1 Hver eru helstu hlutverk hormóna? 2 Nefndu nokkra innkirtla semmynda hormón. 3 Hvað eru vefaukandi sterar? 4 Hvert er hlutverk heiladingulsins? 5 Hvaða áhrif hefur adrenalín á líkamann? 6 Hvers vegna hafa sykursjúkir of mikinn sykur í blóðinu? 7 Hvaða áhrif hefur það ef skjaldkirtillinn starfar ekki rétt? 8 Hvað hefur gerst þegar maður fær insúlínlost og hvaða ráð er við því? Sum hormón eru misnotuð. Hvaða áhrif hefur það til dæmis á líkamann þegar fólk tekur vefaukandi stera, vaxtarhormón eða rauðkornavaka? Heilaköngullinn stjórnar svefninum Í heilakönglinum, sem er kirtill aftast í heilanum, myndast hormón sem á þátt í að stýra dægursveiflum líkamans. Hormónið heitir melatónín og er stundum nefnt svefnhormón. Þegar skyggja tekur eykst myndun melatónínsins og við verðum syfjuð og viljum helst sofna. Minna myndast af melatóníni á sumrin þegar dagar eru langir og þá verðum við hressari og sofum minna en á veturna. ÍTAREFNI SJÁLFSPRÓF ÚR 5.7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=