Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

104 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Brisið framleiðir insúlín Nokkur mikilvæg hormón myndast í brisinu (briskirtlinum). Eitt þeirra er insúlín . Það gerir frumunum kleift að taka upp sykur úr blóðinu og veldur því að styrkur sykurs í blóði helst nokkuð jafn. Skortur á insúlíni veldur sykursýki . Þá kemst sykurinn ekki inn í frumurnar og styrkur blóðsykursins eykst. Nýrun skilja þá sykurinn út í þvagi. Algeng einkenni sykursýki eru meðal annars mikill þorsti og tíð þvaglát. Tvær gerðir sykursýki Sykursýki er til í tveimur megingerðum. Sú gerð sykursýki sem kemur yfirleitt fram hjá börnum og unglingum er insúlínháð sykursýki (gerð 1). Orsökin er sú að frumurnar í brisinu, sem framleiða insúlínið, hafa eyðilagst. Þessir sjúklingar verða að fá insúlínsprautur vegna sjúkdóms­ ins. Hin gerð sykursýkinnar, fullorðinssykursýki (gerð 2), kemur nær eingöngu fram hjá fullorðnum og öldruðum og tengist oftast ofþyngd. Þessi gerð sykursýki er oft læknanleg með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Stundum þarf þó að gefa lyf í töfluformi eða insúlín sem minnkar blóðsykurinn. Þeir sem fá insúlínsprautur geta orðið fyrir því að styrkur sykurs í blóði verður of lítill. Þá fær fólk insúlínlost sem lýsir sér með fölva, svita, miklum hjart­ slætti, hræðslu og skjálfta. Þá er mikilvægt að borða eða drekka fljótt eitthvað sem inniheldur sykur. Verði blóðsykurinn of lágur geta sykursjúkir misst með­ vitund og þá er brýnt að koma þeim sem fyrst á sjúkrahús. Ofþyngd og offita auka hættu á að fólk fái fullorðinssykursýki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=