Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

103 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Heiladingullinn stýrir framleiðslu hormóna Framleiðsla margra hormóna í líkamanum er fyrst og fremst undir stjórn heiladingulsins. Hann er kirtill sem gengur niður úr heilanum og er á stærð við baun. Hann stjórnar því hversu mikið af hormónum margir aðrir innkirtlar framleiða. Hann er því yfirkirtill líkamans. Í heiladinglinum myndast auk þess vaxtarhormón sem stjórnar því að við stækkum eðlilega. Of mikið vaxtarhormón veldur risavexti og skortur á því veldur dvergvexti . Skjaldkirtillinn er „bensíngjöf“ líkamans Líkja má skjaldkirtlinum við bensíngjöf sem ákvarðar hvort líkaminn er á hægum snúningi eða hröðum. Ef kirtillinn framleiðir of mikið af hormóni verður líkaminn á miklum snúningi. Þá fær fólk hitaóþol, verður eirðarlaust, hjartslátturinn verður ör og fólk fær gjarna niður­ gang og megrast. Ef of lítið af hormóni myndast í skjaldkirtlinum verð­ ur fólk kulvíst, það þreytist fljótt og því er hætt við harðlífi. Sjúkdómar geta valdið því að skjaldkirtillinn stækkar og bunga kemur þá fram á hálsi fólks. Adrenalín – streituhormónið Nýrnahetturnar eru ofan á nýrunum og þar myndast nokkur mikilvæg hormón, meðal annars adrenalín . Það er oft nefnt streituhormón því það eykur hjartsláttinn og hækkar blóðþrýstinginn. Þegar við verðum virkilega reið, hrædd eða taugaóstyrk og finnum hvernig hjartað ham­ ast getum við verið viss um að nýrnahetturnar hafa dælt þessu horm­ óni út í blóðið. Adrenalín undirbýr líkamann undir skjót viðbrögð, til dæmis þegar við flýjum undan hættu. Of mikil framleiðsla vaxtarhormóns veldur risavexti. Of lítið af vaxtarhormóni getur kallað fram dvergvöxt. Slökkviliðsmenn lenda oft í aðstæðum sem kalla fram mikla streitu. Adrenalínið setur líkamann í ýtrustu viðbragðsstöðu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=