Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

102 hormón eru boðberar 5.7 Hormón eru boðberar líkamans Boðskipti með hormónum Boð til frumna líkamans og frá þeim berast ekki bara með taugafrumum heldur líka með hormónum. Þar eð hormónin eru efni sem berast með blóðinu berast boðin hægar um líkamann en þegar um taugaboð er að ræða. Sum hormón kalla fram áhrif á nokkrum sekúndum en önnur ekki fyrr en að liðnum klukkustundum eða dögum. Áhrif hormónanna eru á hinn bóginn mun langvinnari en áhrif tauga­ boðanna. Við getum líkt boðsendingu með hormónum við það að senda bréf með pósti, en boð með taugum eru líkari því að senda SMS-skeyti eða tölvuskeyti. Hormónin myndast í innkirtlum Hormónin myndast í mismunandi innkirtlum og berast með blóðinu um allan líkamann. Hvert hormón hefur sitt sérstaka hlutverk og getur verkað á eitt eða fleiri líffæri. Þótt hormón séu aðeins framleidd í örlitlu magni í líkamanum geta þau haft mikil áhrif á hann. Hormónin verka með því að tengjast sérstökum viðtökum á yfir­ borði frumnanna eða innan þeirra. Hvert hormón tengist bara sérstakri tegund viðtaka og aðeins þær frumur líkamans, sem hafa réttu tegund­ ina, bregðast við hormónunum en hinar ekki. Líkja má hormónum við lykil sem opnar lásinn á frumunum og kallar fram sérstaka starfsemi í þeim. Þannig geta hormón haft áhrif á það sem á sér stað í hinum ýmsu frumum líkamans. Hvað gerist þegar maður verður ástfanginn? Hvað skyldi eiga sér stað í heilanum og öllum líkamanum þegar maður verður skotinn í einhverjum? Við þessu er ekkert einfalt svar, en það er þó ljóst að hormónin koma hér mjög við sögu. Sum boðefni í heila, einkum dópamín, verða mjög virk og verka á löngunar- og umbunarstöðvarnar. Þá verðum við mjög kát og hress og finnst að við þurfum hvorki að sofa né borða. Tilfinningarnar verða svo til þess að framleiðsla hormóna eykst og við fáum auðveldlega mikinn hjartslátt og roðnum af minnsta tilefni. Heiladingull Skjaldkirtill Nýrnahettur Bris Kynkirtlar: eggjastokkar í konum, eistu í körlum Helstu innkirtlar líkamans. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=