Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

101 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Jafnvægisskynjun – vökvi á hreyfingu Skynfæri jafnvægis eru í innra eyranu og skynja bæði hreyfingu og stöðu höfuðsins. Þar eru þrenn vökvafyllt göng sem kallast bogagöng . Þegar við hreyfum höfuðið kemst hreyfing á vökvann og skynfrumur, sem eru í göngunum, bregðast við hreyfingunni. Upplýsingar um hreyfingu berast síðan frá skynfrumunum eftir jafnvægistauginni til heilans. Aðsetur stöðuskyns er í posa og skjóðu , tveim­ ur holrúmum undir bogagöngunum. Í þeim eru smáir kristallar úr kalki og skynfrumur. Þegar staða höfuðsins breytist hreyfast kristallarnir og vekja boð í skynfrumunum. Þær senda frá sér taugaboð sem berast til heilans sem les úr þeim hvort höfuðið er beint eða hvort það hallast. 1 Hvað heita heyrnarbeinin? 2 Hvar eru skynfrumur heyrnarinnar? 3 Hvert er hlutverk kokhlustarinnar? 4 Hvað veldur sýkingu í eyrum? 5 Lýstu leið hljóðbylgnanna um eyrað allt þar til taugaboð leggja af stað til heilans. 6 Gerðu grein fyrir jafnvægisskyninu og nefndu dæmi um það hvernig við getum fengið svima. Hvers vegna heldur þú að bogagöngin séu þrenn og að hvert þeirra sé hornrétt á hin tvö? Bogagöngin eru hornrétt hvert á annað Jafnvægisskynfærin eru í innra eyranu og eru gerð úr þrennum bogagöngum. Svimi – oförvun jafnvægisskynsins Svimi getur komið fram ef „ringulreið“ skapast í heilanum þegar túlka þarf mismunandi upplýsingar um stöðu líkamans. Skynboð frá augum og öðrum skynfærum geta stangast á við boð frá jafnvægisskyn­ færunum. Ef við förum til dæmis í hringekju valda snöggar breytingar á stöðu og hreyfingu því að heilinn fær margvísleg skynhrif og mikil hreyfing verður á vökvanum í bogagöngunum. Við svona aðstæður ræður heil­ inn illa við að vinna úr öllum skynboðunum og okkur getur svimað og liðið illa. Sjóveiki er talin stafa af því að of mikið áreiti verður á jafn­ vægisskynfærin. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.6 Kalkkristallar og skynfrumur Bogagöng Vökvi Skynfrumur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=