Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
100 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Hávaði skemmir skynfrumurnar Mikill hávaði, til dæmis á rokktónleikum eða þegar hlustað er á hátt stillta tónlist í heyrnar tólum, skemmir skynfrumurnar í eyranu. Heyrn daprast hjá mörgum vegna hávaða, bæði í starfi og vegna hávaða á tónleikastöðum og skemmti stöðum og vegna háværrar tónlistar í heyrnar tólum. Mikill hávaði getur líka valdið langvinnu eyrnasuði. Hella fyrir eyrum Frá miðeyranu og niður í kokið liggja göng, kokhlustin . Hún jafnar þrýstinginn báðum megin við hljóðhimnuna. Ef þrýstingurinn er ekki sá sami beggja vegna við hana spennist hljóð himnan og sveiflast ekki eðlilega. Þá heyrum við verr – við fáum hellu fyrir eyrun. Þegar við fljúgum breytist loftþrýstingurinn og við fáum gjarnan hellu fyrir eyrun. Við getum hleypt lofti inn í kokhlustina og jafn að loftþrýstinginn með því að tyggja tyggigúmmí, gapa eða geispa. Stundum hjálpar að loka munninum, halda fyrir nefið og reyna að blása. Þegar við erum kvefuð fáum við oftar hellu fyrir eyrun því að slímhúðin í kokhlustinni getur bólgnað og varnað því að loft komist inn í gegnum hana. Þegar unnið er í miklum hávaða þarf að nota heyrnarhlífar til að verjast heyrnarskaða. Fólk getur losnað við hellu fyrir eyrum með því að geispa eða hreyfa bara kjálkana. Ef það dugir ekki má reyna að halda fyrir nef og loka munni og láta eins og maður ætli að blása. Eyrnabólga Mörg börn fá eyrnabólgu, oft í tengslum við kvef. Þetta stafar af því að bakteríur eða veirur, sem herja á öndunarfærin, komast inn í miðeyrað gegnum kokhlustina og valda sýkingu og bólgu þar. Mikill þrýstingur getur þá orðið á hljóðhimnuna og vald ið áköfum sársauka. Pensilín eða önnur sýklalyf eru gefin við eyrnabólgu ef hún stafar af bakteríum. Ef börn fá eyrnabólgu hvað eftir annað er plast röri stundum komið fyrir í hljóðhimnunni þann ig að loft kemst inn í miðeyrað og til að hleypa vökva út. Við það minnkar hættan á endurtekinni sýkingu í eyranu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=