Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
99 heyrn og jafnvægi ... 5.6 Hljóðið hreyfir lítil bein Þegar við tölum eða leikum tónlist myndast hljóðbylgjur í loftinu. Ytra eyra okkar er eins konar trekt sem fangar hljóðbylgjurnar og beinir þeim inn í hlustina. Þegar hljóðbylgjurnar skella á hljóðhimnunni tekur hún að titra. Við það kemur hreyfing á heyrnarbeinin sem eru innan við hljóðhimn una og þau magna upp hljóðið. Hamarinn er fyrsta heyrnarbeinið og titringur í því vekur titring í steðjanum og síðan í ístaðinu. Ístaðið verkar svo aftur á egglaga gluggann, himnu í vökvafylltum kuðungnum sem er í innra eyranu. Skynfrumurnar eru í kuðungnum Kuðungurinn tekur nafn af því að hann er undinn líkt og kuðungsskel. Þegar sveiflur af hljóðbylgjum berast inn í vökvann í kuðungnum verka þær á skynfrumurnar þar. Sveiflurnar kalla fram taugaboð sem berast með heyrnartauginni til heyrnarsvæðis í heilanum. Þar er unnið úr taugaboðunum og þeim breytt í hljóð sem við skynjum. Í kuðungnum eru um það bil 15.000 skynfrumur. Þær eru næmar fyrir mismunandi tíðni og þess vegna getum við greint milli ólíkrar tónhæðar (hvellra og djúpra tóna) og mismunandi tónstyrks. Við heyrum hljóð bylgjur sem hafa tíðni frá 20 og upp í 20.000 rið (sveiflur á sekúndu). Efri myndin sýnir helstu hluta eyrans. Á neðri myndinni má fylgja leið hljóðsins frá hljóðhimnunni til skynfrumna í kuðungnum. Ytra eyra Hlust Hljóðhimna Miðeyra Heyrnarbein Kokhlust Egglaga gluggi Jafnvægisfæri Kuðungur með skynfrumum Heyrnar- og jafnvægistaugar Kokhlust Hljóðhimna Hamar Ístað Steðji Egglaga gluggi Himna með skynfrumum Hljóðbylgjur valda sveiflum Heyrn og jafnvægisskyn – tvö skilningarvit eyrna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=