Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar
98 TAUGAKERFIÐ STJÓRNAR LÍKAMANUM Nærsýni Dreifigler Fjarsýni Safngler Sjóngallar eru lagaðir með mismunandi sjónglerjum. Sjónin mæld. Flesta sjóngalla má lagfæra með gleraugum eða snertilinsum. Flesta sjóngalla má laga Nærsýni getur stafað af því að augað er of langt. Þá koma ljósgeislarnir saman í mynd framan við sjónuna og myndin verður þess vegna óskýr. Sá sem er nærsýnn sér vel hluti sem eru nálægt honum en fjarlæga hluti illa. Með dreifigleri má breyta ljósbrotinu þannig að geislarnir komi saman í skarpri mynd á sjónunni. Auga fjarsýns manns er yfirleitt of stutt. Ljósgeislarnir koma þá saman aftan við sjónuna. Safngler færir myndina fram þannig að hún verður skörp á sjónunni. Sjónskekkja stafar af því að sveigja glærunnar eða augasteinsins er ekki jöfn alls staðar. Ljósgeislarnir brotna þá ekki allir eins og myndin verður óskýr. Ráða má bót á þessu með gleraugum eða snertilinsum. Ellifjarsýni stafar af því að sveigjanleiki augasteinsins minnkar með árunum og erfiðara verður að breyta lögun hans. Þetta veldur því að fólk á þá erfitt með að sjá hluti nálægt sér og þarf að nota lesgleraugu. Ský á auga (drer) er þegar augasteinninn er ekki algerlega gagnsær þannig að sjónin versnar. Þetta er algengt hjá öldruðu fólki. Gallann má lagfæra með skurðgerð þar sem augasteinninn er tekinn og gervi augasteini er komið fyrir í staðinn. 1 Hvert er hlutverk sjáaldursins? 2 Hvar brotna ljósgeislarnir á leið sinni inn í augað? 3 Hvað heita skynfrumur augans og hvert er hlutverk þeirra? 4 Hvað er a) miðgróf, b) blindblettur? 5 Gerðu grein fyrir nærsýni og fjarsýni. 6 Hvers vegna sjáum við allt í gráma í rökkri? 7 Lýstu því sem gerist frá því að ljósið hafnar á glærunni og þar til taugaboð hafa náð til heilabarkarins. SJÁLFSPRÓF ÚR 5.5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=