| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 7 | FORSETNINGAR Dragðu hring um þau orð sem mynda forsetningarlið í textanum. Hann hringdi í morgun og ég varð ótrúlega spennt. Þegar hann stakk upp á því að við færum saman á nýja pitsustaðinn í miðbænum lá við að ég öskraði af gleði. Pabbi fór með mér í Kringluna og leyfði mér að kaupa bol sem var flottur við nýju gallabuxurnar sem við mamma keyptum í síðasta mánuði. Ég var ekki búin að segja neinum að við værum að fara að hittast vegna þess að ég roðnaði svo mikið í hvert sinn sem ég hugsaði um það. Tveimur tímum fyrir stefnumótið var ég tilbúin og gat ekki beðið, sökum áhuga lagði ég allt of snemma af stað og gekk nokkra hringi kringum tjörnina til að mæta ekki of snemma. Hann var mættur þegar ég kom inn og ég settist hjá honum. Við pöntuðum okkur pitsu og ég spurði hvernig honum hefði gengið í skyndiprófinu sem við tókum í dag. Hann muldraði eitthvert svar sem ég heyrði ekki. Pitsan var varla komin á borðið þegar ég áttaði mig á því að þetta var ekki stefnumót. Hann sat þarna gegnt mér og spurði með stjörnur í augum hvort Stína vinkona mín hefði einhvern tímann talað um hann. Hvort ég héldi að hún væri spennt fyrir honum. Ég reyndi að leyna vonbrigðum mínum, tuggði matinn og kyngdi honum ásamt kökknum sem var farinn að myndast í hálsinum. Kvöldið, sem átti að vera svo sérstakt, endaði með því að ég hvatti þann sem ég er skotin í til að hringja í bestu vinkonu mína án þess að segja honum að Stína er hrifin af vini hans. Hann mun komast að því án minnar hjálpar. Skrifaðu tvær setningar með forsetningunni fyrir og láttu forsetninguna stýra þolfalli í fyrri setningunni og þágufalli í þeirri síðari. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=