Málið í mark – Óbeygjanleg orð er eitt hefti af þremur í flokki vinnuhefta í íslenskri málfræði fyrir unglingastig. Í þessu hefti er fjallað um þá orðflokka sem eru óbeygjanlegir, þ.e. þeir hvorki fallbeygjast (eins og nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð og greinir) né tíðbeygjast (eins og sagnorð). Þessir óbeygjanlegu orðflokkar eru: Nafnháttarmerki, upphrópanir, forsetningar, samtengingar og atviksorð. Í heftinu eru fjölbreytt verkefni til þjálfunar í tengslum við óbeygjanleg orð og ýmis atriði málfræði og málnotkunar, s.s. margræðni orða, víðtæk og sértæk orð, málshætti, beina og óbeina ræðu. MENNTAMÁLASTOFNUN 40718
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=