Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 55 | BLAND Í POKA Hljóðbreytingar Algengustu hljóðbreytingar í íslensku eru i-hljóðvarp, u-hljóðvarp, klofning og hljóðskipti. u-hljóðvörp: a – ö (barn – börn) a – u (hundrað – hundruð) klofning: e – ja (berg – bjarg) e – jö (gefa – gjöf) i-hljóðvörp: u - y (ung – yngja) ju - y (bjuggum – byggi) o - y (sorg – syrgja) ú - ý (mús – mýs) jú - ý (mjúkur – mýkt) jó - ý (þjófur – þýfi) á - æ (mál – mæla) ó - æ (ból – bæli) au - ey (auður – eyða) e - i (verð – virði) o - e (koma – kem) a - e (nafn – nefna) hljóðskiptin eru: í - ei - i - i (þrífa – þreif – þrifum – þrifið) jó/jú/ú - au - u - o (sjóða – sauð – suðum – soðið, fljúga – flaug – flugum – flogið) e/i - a - u - u/o (brenna – brann – brunnum – brunnið, binda – batt – bundum – bundið) e/i - a - á - u/o (bera – bar – bárum – borið, nema – nam – námum – numið) e/i - a - á - e (gefa – gaf – gáfum – gefið, biðja – bað – báðum – beðið) a - ó - ó - a/e (fara – fór – fórum – farið, aka – ók – ókum – ekið) á - ó (rámur – rómur)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=