Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 49 | BLAND Í POKA Málshættir og orðtök Málshættir segja fulla hugsun og hafa oft að geyma einhverja speki eða sannindi. Þeir breytast ekki eftir persónum. Oft má finna stuðla og/eða rím í íslenskum málsháttum. Orðtök segja ekki fulla hugsun og þarf því stærra samhengi til að þau skiljist. Þau aðlagast persónum og eru ekki eins hátíðleg og málshættir. Skrifaðu málshættina í gráa dálkinn en orðtökin í þann gula. Eitthvað kemur úr hörðustu átt. Allt er það vænt sem vel er grænt. Þeir fá byr sem bíða. Að vera í blóma lífsins. Eins dauði er annars brauð. Að slá ryki í augu einhvers. Misskipt er manna lánið. Dramb er falli næst. Með stjörnur í augum. Það er undir yfirborðinu. orðtök málshættir Ræðið merkingu hvers málsháttar fyrir sig og hvernig hægt er að nota orðtökin í setningum í daglegu máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=